Monday, February 6, 2012

Misjafnt gengi GGT liðanna.

Fjórða umferð liðamóts PFR fór fram í kvöld. GGT/Sjonni keppti við hið fíleflda lið Classic og mátti þola tap 12-3, sem eru þó ekki svo slæm úrslit þar sem lið Classic er gríðalega vel mannað og helsta ógn GGT liðsins í harðri baráttu um sigur í annari deild PFR, góðir sigrar unnust hjá GGT/Sjonna m.a átti Ívar stórleik og skoraði 7 QP í krikketleik liðanna sem vannst síðan nokkuð auðveldlega Aðrir sem spiluðu fyrir GGT/Sjonna í kvöld voru Sigurjón kafteinn, Palli og Hemmi. GGT liðið keppti hins vegar við Gaurana sem tefldu fram nýjum liðsmanni sem lofaði góðu fyrir þeirra lið, skemmst er að segja að lið GGT vann sannfærandi sigur 14-1, góður sigur sem þó hefði hæglega getað orðið naumari. Allir liðsmenn GGT spiluðu glimrandi vel og Jonninn sjálfur tók auðvelt tonn áttatíu, vel gert hjá honum. Þeir sem lögðu GGT liði í kvöld voru Jónas, Toggi, Gústi og Jobbi.

No comments:

Post a Comment