Monday, February 20, 2012

Einn og hálfur leikur hjá GGT og Sjonninn sá um sjoppuna.

Í kvöld var leikin síðasta umferð í fyrri hluta B-deildar PFR.
Lið Sjonnans sat hjá og sá um sjoppuna og óhætt er að segja að þeir hafi staðið vaktina af stakri snilld, Sjonni, Palli og Hemmi voru vaktstjórar hjá GGT/Sjonna og þénuðu vel fyrir annars ágætlega statt félag.
En á meðan kepptu liðsmenn GGT við gott lið ÍR-Gosa
Lið ÍR-Gosa var óvenju vel skipað með Einar, Óskar, Kjaran og Ingibjörgu innanborðs samt sem áður söknuðu ÍRingar greinilega drottningar pílukastsins hennar Viktoríu greinilega, eftir snarpa viðureign fóru leikar svo að okkar lið tók alla vinningana og vann því 15-0, þó svo að GGT hafi saknað Jobba hins snjalla, allir liðsmenn spiluðu vel og fyrsti 15-0 sigurinn sem nokkurt PFR lið hefur unnið, liðsmenn GGT í kvöld voru Toggi, Ívar, Gústi og Jónas.
Þrátt fyrir frábæran árangur bar fátt tik tíðinda en þó er rétt að geta glæsilegs innkast hjá Jónasi en hann skoraði 160 í innskoti.

Eftir þessa góðu viðureign var blásið til frestaðri viðureingar GGT á móti Dartfellaws, sannkölluð stórviðureign þar sem ljóst er að baráttan um B-deildarmeistaran verðu á milli GGT, Dartfellaws og Classic.
Leiknir voru báður tvímenningsleikirnir ogfóru leikar svo
501 Jónas og Gústi töpuðu
       Ívar og Toggi  unnu
Krikket Toggi og Jónas töpuðu.
              Ívar og Gústi unnu.
staðan ef semsagt 2-2 eftir þessar viðureignir, sem se alls ekki slæmt þar sem tvímenningsleikirnir hafa verið helsti Þrándur okkar GGT manna.
Staðaní liðakeppnini er þá á þessa leið þegar hún er hálfnuð, þó að einum leik sé ólokið

                        stig           leikir      unnið/tapaðir
1. GGT               5              5              63/12
2. Classic           5              6              63/27
3. Dartfellaws     4             5              55/20
4-5 ÍR-Gosar      5              2             33/57
4-5 Smarties      5             2               33/57
6 GGT/Sjonni    5             2              28/62
7. Gaurarnir       5             2              25/64












No comments:

Post a Comment