Nú er Íslandsmótinu í pílukasti (501) lokið, rúmlega 30 keppendur mættu til leiks og keppt var í einmenningi og tvímenningi.
Frá GGT mættu fjórir keppendur, það voru þeir Gústi, Sjonni, Jonni og Ívar "trukkatuddi" eða trukkurinn eins og hann skal nefndur upp frá þessu.
Markmið yfirtudda voru að eiga mann í áttamanna úrslitum, bæði í einmenningi og tvímenningi, markmiðin gengu eftir, í einliðaleik komust þeir Gústi og Trukkurinn í 16 manna úrslit en máttu þar þola töp þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn reynsluríkum mótherjum, Sjonni komst ekki uppúr sínum riðli en Jonni náði að leggja reynsluboltan og margfaldan landsliðsmann Friðrik Diego að velli 4-2, en Jonni tapaði síðan fyrir Þresti 2-4, þess skal getið að Þröstur hampaði síðan Íslandsmeistara titlinum.
Allir liðsmenn GGT voru að spila vel í einmenningskeppninni og því ber að fagna.
Á sunnudaginn var síðan keppt í tvímenning þar kepptu saman Jonni og Gústi, Sjonni keppti með Gissuri frá Akureyri og Trukkurinn keppti með Skúla SWAT, allir komust þeir í áttamanna úrslit en fyrir því eru góð og gild rök sem ekki verður farið út í hér, en lengra komust liðsmenn GGT ekki, þess skal þó getið að þeir voru allir að spila undir getu og hefðu á góðum degi geta gert betur.
Framtíðarmarkmið yfirtudda eru eftir þetta Íslandsmót, á Íslandsmótum næsta árs munu tuddar eiga 6-8 fulltrúa á öllum þrem Íslandsmótunum, ef ekki á næsta ári þá í síðasta lagi á þar næsta ári skulu tuddar eiga verðlaunahafa, án þess þó að kaupa sér liðsstyrk.
No comments:
Post a Comment