Monday, July 23, 2012

Næsti vetur.

Sælir félagar.
Ætlunin var að hafa eitt gott GGT gigg í ágúst, ég óska eftir dagsetningum sem henta sem flestum.
Nú er ljóst að við munum stilla upp að minnsta kosti þrem liðum næsta vetur, hef trú á að þau gætu orðið fjögur um áramótin, en það er þó mín skoðun að við ættum að byrja með þrjú lið í haust og sjá hvernig menn eru að skila sér á liðamótin.
Hvernig líst ykkur á að við höfum eitt gott mót síðla í ágúst og finnum síðan góða dagsetningu einu sinni í mánuði þar sem við hittumst og köstum saman, bjóðum þá gömlum tuddum að koma og leika með okkur, skellum kannski upp í einn risariðil og keppum innbyrgðis, með þeim sem eru að koma nýir inn hjá okkur næsta haust þá telur sá hópur hátt i 30 manns, það gæti orðið ágætis risariðill sem tæki væntanleg nokkur kvöld, það mætti jafnvel taka nokkra leiki eftir að liðamót er búið á mánudagskvöldum, færi þó allt eftir hve snemma lið hafi lokið leik.
Ég óska einnig eftir að fleiri komi að skriftum á þessa síðu ( okkar síðu ).
Ef við leggjum góða rækt við æfingar hef ég fulla trú á að við gætum átt eitt lið sem verður í toppbaráttunni næsta vetur.

No comments:

Post a Comment