Thursday, August 9, 2012

Styttist í vetrarstarf, nóg á döfinni framundan.

Í kvöld fóru fram hinir mánaðarlegu, Skjöldur og Platti, óvenju fjölmennt var að þessu sinni og ber það vott um að dagurinn sé styttri en áður þetta sumarið og jafnframt þýðir það að haustið sé á næsta leyti eða í það minnsta innan hálfs árs.
Einn " Tuddi " tók þátt í Skyldinum, Ívar bílstjóri, hann ók sér greiðlega í gegnum riðlakeppnina og komst í átta manna úrslit, þar lenti hann gegn hinum magnaða Ægi og beið lægri hlut.
Í Plattanum gekk okkur "Tuddum" hins vegar öllu betur en þar áttum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum, þess skal þó getið að Tuddar hafa oftar en ekki staðið sig geysivel í Plattanum, Í fyrsta sæti lenti okkar efnilegasti Tuddi, nýliði GGT liðsins Óskar Freyr, annar varð síðan formaðurinn Toggi og þriðja sætið féll í hlut Bjarna Classic en hann hafði betur í viðureign um þriðja sætið gegn Jobba krútttudda, aðrir sem kepptu fyrir hönd GGT í Plattanum voru Gústi og Sjonni.

Nú liggur frammi tillaga um að hafa Tuddakvöld þann 23 ágúst en þá er ætlunin að kasta pílum og ræða skipulag okkar fyrir næsta tímabili, hvernig lýst ykkur á þessa dagsetningu ?

Annað sem er framundan er að næsta laugardag verður SEX píla í kjölfar af Gay Praid göngu, klukkan SEX í pílusetrinu, mót til styrktar pílulandsliðinu sem mun taka þátt í Evrópumóti landsliða í haust.

Þar sem formaðurinn hefur bolað sér inn í landsliðið sem liðsstjóri er ætluninn að hann haldi sitt eigið styrktarmót sem mun væntanlega fara fram í september og ekki þætti honum verra að liðsmenn GGT myndu hjálpa við skipulagningu og mótahald.

Einnig hefur liðsstjóri Íslenska landsliðsins í pílukasti lagt til að IPF muni halda firmakeppni í pílukasti, þ.s fyrirtæki komi með þriggja manna lið og etji kappi gegn öðrum fyrirtækjum.

No comments:

Post a Comment