Thursday, August 23, 2012

Upphitun tuddana

Í kvöld hittust 11 af tilvonandi liðsmönnum GGT og köstuðu pílum sér til upphitunnar og ræddu fyrirkomulag okkar fyrir komandi átök í vetur, ljóst er að "Tuddarnir" munu marka sögu hjá PFR í vetur þar sem að hingað til hafa lið mest stillt upp tveim liðum í liðakeppni PFR, en það gerðum við einmitt síðasta vetur, en frá því síðasta vetur hafa gamlir og nýjir spilarar streymt til liðs við GGT og þar af leiðandi munum við stilla upp 4!!! liðum næsta vetur, stefnan er að eiga eitt lið í fremstu röð en til að það sé mögulegt þurfa liðsmenn að bæta sig lítið eitt, hin liðin gera sitt besta og þá er aldrei að vita hvað gerist, gaman væri að eiga eitt topp lið og síðan hugsanlega tvö önnur lið sem verða svokölluð sputnik lið.
Einnig var ákveðið að "Tuddanir" tækju frá þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði og spiluðu sín á milli, til að efla liðsandan og bæta getu hvers og eins leikmanns.
Spilaður verður svokallaður risariðill þar sem allir spila við alla, best af fimm, stefnt verður að því að klára riðillin fyrir áramót og þá yrði skipt upp í A og B deild, og þá verður spilaður útsláttur, verðlaun fyrir þrjá efstu í risariðli og fyrstu þrjú sætin í A og B deild, gjald fyrir hvern og einn verður 1000 kall á keppanda, einnig er spurning hvort við verðlaunum ekki þann sem á hæsta útskot, fæstar pílur og margt fleira í lokahófi sem við munum halda að þessu afstöðnu.
Strax eru skráðir 9 keppendur til leiks en þeir eru Ívar bílstjóri, Jobbi krútt, Gústi, Ási dekk, Toggi, Jonni, Hemmi, Sjonni og Bingó, gaman væri ef 16-20 manns tækju þátt í þessu móti.

Thursday, August 9, 2012

Styttist í vetrarstarf, nóg á döfinni framundan.

Í kvöld fóru fram hinir mánaðarlegu, Skjöldur og Platti, óvenju fjölmennt var að þessu sinni og ber það vott um að dagurinn sé styttri en áður þetta sumarið og jafnframt þýðir það að haustið sé á næsta leyti eða í það minnsta innan hálfs árs.
Einn " Tuddi " tók þátt í Skyldinum, Ívar bílstjóri, hann ók sér greiðlega í gegnum riðlakeppnina og komst í átta manna úrslit, þar lenti hann gegn hinum magnaða Ægi og beið lægri hlut.
Í Plattanum gekk okkur "Tuddum" hins vegar öllu betur en þar áttum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum, þess skal þó getið að Tuddar hafa oftar en ekki staðið sig geysivel í Plattanum, Í fyrsta sæti lenti okkar efnilegasti Tuddi, nýliði GGT liðsins Óskar Freyr, annar varð síðan formaðurinn Toggi og þriðja sætið féll í hlut Bjarna Classic en hann hafði betur í viðureign um þriðja sætið gegn Jobba krútttudda, aðrir sem kepptu fyrir hönd GGT í Plattanum voru Gústi og Sjonni.

Nú liggur frammi tillaga um að hafa Tuddakvöld þann 23 ágúst en þá er ætlunin að kasta pílum og ræða skipulag okkar fyrir næsta tímabili, hvernig lýst ykkur á þessa dagsetningu ?

Annað sem er framundan er að næsta laugardag verður SEX píla í kjölfar af Gay Praid göngu, klukkan SEX í pílusetrinu, mót til styrktar pílulandsliðinu sem mun taka þátt í Evrópumóti landsliða í haust.

Þar sem formaðurinn hefur bolað sér inn í landsliðið sem liðsstjóri er ætluninn að hann haldi sitt eigið styrktarmót sem mun væntanlega fara fram í september og ekki þætti honum verra að liðsmenn GGT myndu hjálpa við skipulagningu og mótahald.

Einnig hefur liðsstjóri Íslenska landsliðsins í pílukasti lagt til að IPF muni halda firmakeppni í pílukasti, þ.s fyrirtæki komi með þriggja manna lið og etji kappi gegn öðrum fyrirtækjum.