Thursday, August 23, 2012

Upphitun tuddana

Í kvöld hittust 11 af tilvonandi liðsmönnum GGT og köstuðu pílum sér til upphitunnar og ræddu fyrirkomulag okkar fyrir komandi átök í vetur, ljóst er að "Tuddarnir" munu marka sögu hjá PFR í vetur þar sem að hingað til hafa lið mest stillt upp tveim liðum í liðakeppni PFR, en það gerðum við einmitt síðasta vetur, en frá því síðasta vetur hafa gamlir og nýjir spilarar streymt til liðs við GGT og þar af leiðandi munum við stilla upp 4!!! liðum næsta vetur, stefnan er að eiga eitt lið í fremstu röð en til að það sé mögulegt þurfa liðsmenn að bæta sig lítið eitt, hin liðin gera sitt besta og þá er aldrei að vita hvað gerist, gaman væri að eiga eitt topp lið og síðan hugsanlega tvö önnur lið sem verða svokölluð sputnik lið.
Einnig var ákveðið að "Tuddanir" tækju frá þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði og spiluðu sín á milli, til að efla liðsandan og bæta getu hvers og eins leikmanns.
Spilaður verður svokallaður risariðill þar sem allir spila við alla, best af fimm, stefnt verður að því að klára riðillin fyrir áramót og þá yrði skipt upp í A og B deild, og þá verður spilaður útsláttur, verðlaun fyrir þrjá efstu í risariðli og fyrstu þrjú sætin í A og B deild, gjald fyrir hvern og einn verður 1000 kall á keppanda, einnig er spurning hvort við verðlaunum ekki þann sem á hæsta útskot, fæstar pílur og margt fleira í lokahófi sem við munum halda að þessu afstöðnu.
Strax eru skráðir 9 keppendur til leiks en þeir eru Ívar bílstjóri, Jobbi krútt, Gústi, Ási dekk, Toggi, Jonni, Hemmi, Sjonni og Bingó, gaman væri ef 16-20 manns tækju þátt í þessu móti.

No comments:

Post a Comment