Monday, March 5, 2012

Góðu kvöldi lokið hjá tuddanum.

Í kvöld spilaði GGT gegn öflugu liði Dartfellaws og að auki var spilaður frestaður leikur frá fyrri umferð liðakeppninar á móti Dartfellaws og þar var staðan 2-2 áður en leik var lokið. Á meðan kepptu GGT/Sjonni við velmannað líð ÍR-Gosa sem söknuðu þó fyrirliða síns hennar Viktoríu sem sat heina með lugnabólgu, hörð viðureign var á milli Sjonnans og liðs Viktoríu og fyrir loka leik voru leikar jafnir 6-6, lokaleikinn unnu síðan  lið ÍR-Ása og fóru því leikar 9-6 fyrir ÍR inga. þess skal þó getið að GGT liðar stilltu upp þrem nýjum liðsmönnum þeim Baldri, Hauk og Kára.
Þrír nýir leikmenn sem allir eru bornirm og barnfæddir "TUDDAR" og óhætt er að segja að nýju liðsmenn GGT /Sjonna hafi staðið sig afburða vel m.a. vann hin vígamóði Bingó góðan sigur á Kjaran sem er þeirra besti liðsmaður.
Nú er komið að því að greina frá gangi mála í viðureign GGT gegn, lið Dartfellaw
okkar menn átti sannkallaðin srórleik á móti Dartfellaws og unnu 10-5 eftir að hafa verið yfir 10-2 fyrir lokaleik viðureigninar, góður sigur var því staðreynd gegn einu af því liði sem hefur veitt GGT hvað harðsta keppni í vetur.
Þegar að þessari viðureign var lokið hófst frestuð viðureign þessara sömu liða, áður höfðu liðin spilað báða tvímenningsleikina  og var staðan 2-2 að þeim leikjum loknum, elleftu stig voru í pottinum og ljóst er að okkar menn áttu virkilega góðan leik og unnu sannfærandi sigur 12-3.
Meðal stórgjörða dagsins má nefna þrjú góð afrek, Jobbi tók 156 stig inn, Ívar tók út 160 og Togginn tók sitt fyrsta 180 í keppni.

No comments:

Post a Comment