Sunday, February 17, 2013
Gamlar & nýjar fréttir
Ekki seinna væna en að koma með smá færslu og verður sagt frá gangi mála frá því á síðasta mánudag og hvaða leikir verða leiknir á morgun.
Síðasta mánudag áttu leikmenn GGT leik gegn frábæru liði KR, og ekki bara einn leik heldur tóku þeir tvær rimmur, okkar menn stóðu sig vel en eftir mikla baráttu höfðu KR-ingar betur í báðum viðureignum 9-5, í báðum viðureignunum var allt í járnum lengi framan af en hinir þrautsegju KR-ingar náðu báðum leikjunum að lokum.
Í b deildinni unnu GGT/NN frábæran sigur gegn Danska barnum 8-6, eftir að hafa byrjað undirmannaðir og lent í erfðri stöðu snemma leiks.
GGT/Power liðið gerði jafntefli við Darthside 7-7 en þar var Kjaran andstæðingur okkar ansi erfðir viðureignar.
Í lokaviðureign léku Gaurarnir gegn Smarties og höfðu öruggan sigur 10-4 en þess skal getið að ekkert lið er að bæta sig eins mikið og Gaurarnir, frábært að fylgjast með þeim.
Á morgun verða eftirtaldir leikir.
GGT-Uppáhaldsdrengir
Darthside-GGT/Gaurar
GGT/Power-Smarties
Hvítu riddararnir-GGT/NN
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment