Thursday, February 21, 2013

Gullmót

Næsta mánudag verður svokallað Gullmót, þá þurfa öll lið að stilla fram fimm manna liðum, fyrirkomulag má sjá hér: http://pila.is/pila/syslimg/W9F_200923_st_Copy%20of%20Gullmot%202013.pdf
Nú þurfa liðsmenn allra GGT-liða að hittast og ráða sínum ráðu, giska á hvernig mótherjarnir munu stilla upp sínum liðum og stilla upp samkvæmt því, þetta verður nokkuð snúið, mæli með að liðstjórar allra fjögurra GGT liðanna kalli sína menn saman og leggist yfir málin í sátt og sameiningu.
Spilað verður útsláttarfyrirkomulag þ.a. eftir fyrsta leik er helmingur keppanda fallin úr leik.
Þó að GGT liðin séu fjögur þá erum við einn hópur og því frábær leið að standa bakvið þá í okkar hóp sem ná hvað lengst.

No comments:

Post a Comment