Monday, March 26, 2012

Lið GGT/Sjonna sigraði Smarties á mögnuðum endaspretti.

Lið GGT/Sjonna att kappi við lið Smarties í kvöld á meðan GGT liðið sat hjá og stjórnaði kaupfélaginu.
Heldur hallaði á lið Sjonnans í upphafi en með þrautsegju komu liðsmenn sterkir til baka og unnu sigur, fyrir lokaleikinn voru okkar menn tveim vinningum undir en sigur í loka leik gefur þrjú stig og þau höfðust og það nokkuð sannfærandi í lokaleiknum, vel gert strákar.

Önnur úrslit voru liði GGT í haginn í kvöld, Dartfellaws vann Classic í sveifluleik 10-5
og Gaurarnir lönduðu sínum fyrsta sigri er þeir tóku á móti ÍR-Gosum 8-7 enda styrktir af tveim tuddum.
Staðan fyrir loka átökin er þessi
                          leikir        stig       unnir/tapaðir
1. GGT                 9            9             109/26
2. Dartfellaws      9            6                86/49
3. Classic             9            6                84/51
4. ÍR-Gosar         8            3                 49/71
5. Smarties          9            3                 52/83
6. GGT/Sjonni   10           3                 46/104
7. Gaurarnir         8           1                 36/80

Monday, March 19, 2012

GGT-GGT/Sjonni bestir á móti bestum

Viðureign kvöldsins var Darby viðureign GGT gegn GGT/Sjonna.
Eftir snarpa viðureign hafði GGT liðið sigur 13-2, en stærð sigursins má að mestu þakka reynslu GGT manna sem hafði oftar en ekki sigur á útskoti eftir a Sjonnarnir hefðu fengið séns áður á að klára leikina.
Lið GGT/Sjonna var geysi vel mannað í kvöld, svo vel að þeir gáðu leyft sé að lána tvo leikmenn og voru þó með fimm manna lið.
Nú þegar GGT liðin eiga eftir þrjá leiki, er GGT liðið komið með þriggja vinninga forskot á Classic og Dartfellaws og bikarinn í sjónmáli, lið Classic á þó leik til góða, einn sigur í viðbót hjá GGT í liðamótinu ætti að tryggja sigur í B-deild PFR þar sem vinninga hlutfall okkar manna er afburða gott, það mun þó ekki ráðast másta mánudag þar sem GGT situr hjá og stjórnar sjoppunni.
Í viðureign kvöldsins bar lítið á milli liða í QP söfnun, lið GGT skoraði minna en oft áður en lið GGT/Sjonna skoraði nokkuð vel, segja má að sá sem spilaði best í kvöld hafi verið Kári sem spilar með GGT/Sjonna, með örlítið meiri æfingu verður hann topp spilari.

Monday, March 12, 2012

Í fantaformi í væntanlegum úrslitaleik.

Lið GGT var í sannkölluðu fantaformi er þeir kepptu gegn liði Classic í kvöld.
Þrátt fyrir að GGT liðin eigi eftir fjóra leiki á þessu tímabili má segja að þatta hafi verið úrslitaleikur um fyrsta sætið í annari deild þar sem lið Classic er það lið sem hefur veitt okkar liði hvað harðasta keppni í vetur.
Eftir góðan sigur í fyrri umferðinni (8-7) var búist við hörku viðureign, og sú var raunin í upphafi, eftir sex viðureiginir stóðu leikar jafnir 3-3, en þá eins og oft áður í vetur læstu liðsmenn hrömmum og neituðu að tapa meira og höfðu sigur 11-4, frábær sigur gegn liði sem svo oft hefur verið á svipuðu róli og lið GGT en þó oftar en ekki haft nauman sigur á okkar liði.

Á meðan áttu samherjar GGT sem eru GGT/Sjonni í harðri viðureign við hið sterka lið Dartfellaws, ekki gengu hlutitnir alveg upp fyrir lið GGT/Sjonna og eins og Bjarni Fel hefði orðað það, GGT/Sjonni mátti lúra í gras 2-13, en þrátt fyrir það þarf ekki að örvænta því lið GGT/Sjonna er að eflast og það er klárt að liðið á eftir að gera góða hluti.

Minni síða á að næsta mánudag er stórviðureign tveggja bestu liðanna GGT-GGT/Sjonni, allir að mæta,
GGT rokkar.......

Í lokin bara til áminningar fyrir þá sem hafa áhuga þá er aðalfundur PFR þann 21 mars.

Monday, March 5, 2012

Góðu kvöldi lokið hjá tuddanum.

Í kvöld spilaði GGT gegn öflugu liði Dartfellaws og að auki var spilaður frestaður leikur frá fyrri umferð liðakeppninar á móti Dartfellaws og þar var staðan 2-2 áður en leik var lokið. Á meðan kepptu GGT/Sjonni við velmannað líð ÍR-Gosa sem söknuðu þó fyrirliða síns hennar Viktoríu sem sat heina með lugnabólgu, hörð viðureign var á milli Sjonnans og liðs Viktoríu og fyrir loka leik voru leikar jafnir 6-6, lokaleikinn unnu síðan  lið ÍR-Ása og fóru því leikar 9-6 fyrir ÍR inga. þess skal þó getið að GGT liðar stilltu upp þrem nýjum liðsmönnum þeim Baldri, Hauk og Kára.
Þrír nýir leikmenn sem allir eru bornirm og barnfæddir "TUDDAR" og óhætt er að segja að nýju liðsmenn GGT /Sjonna hafi staðið sig afburða vel m.a. vann hin vígamóði Bingó góðan sigur á Kjaran sem er þeirra besti liðsmaður.
Nú er komið að því að greina frá gangi mála í viðureign GGT gegn, lið Dartfellaw
okkar menn átti sannkallaðin srórleik á móti Dartfellaws og unnu 10-5 eftir að hafa verið yfir 10-2 fyrir lokaleik viðureigninar, góður sigur var því staðreynd gegn einu af því liði sem hefur veitt GGT hvað harðsta keppni í vetur.
Þegar að þessari viðureign var lokið hófst frestuð viðureign þessara sömu liða, áður höfðu liðin spilað báða tvímenningsleikina  og var staðan 2-2 að þeim leikjum loknum, elleftu stig voru í pottinum og ljóst er að okkar menn áttu virkilega góðan leik og unnu sannfærandi sigur 12-3.
Meðal stórgjörða dagsins má nefna þrjú góð afrek, Jobbi tók 156 stig inn, Ívar tók út 160 og Togginn tók sitt fyrsta 180 í keppni.