Monday, March 19, 2012

GGT-GGT/Sjonni bestir á móti bestum

Viðureign kvöldsins var Darby viðureign GGT gegn GGT/Sjonna.
Eftir snarpa viðureign hafði GGT liðið sigur 13-2, en stærð sigursins má að mestu þakka reynslu GGT manna sem hafði oftar en ekki sigur á útskoti eftir a Sjonnarnir hefðu fengið séns áður á að klára leikina.
Lið GGT/Sjonna var geysi vel mannað í kvöld, svo vel að þeir gáðu leyft sé að lána tvo leikmenn og voru þó með fimm manna lið.
Nú þegar GGT liðin eiga eftir þrjá leiki, er GGT liðið komið með þriggja vinninga forskot á Classic og Dartfellaws og bikarinn í sjónmáli, lið Classic á þó leik til góða, einn sigur í viðbót hjá GGT í liðamótinu ætti að tryggja sigur í B-deild PFR þar sem vinninga hlutfall okkar manna er afburða gott, það mun þó ekki ráðast másta mánudag þar sem GGT situr hjá og stjórnar sjoppunni.
Í viðureign kvöldsins bar lítið á milli liða í QP söfnun, lið GGT skoraði minna en oft áður en lið GGT/Sjonna skoraði nokkuð vel, segja má að sá sem spilaði best í kvöld hafi verið Kári sem spilar með GGT/Sjonna, með örlítið meiri æfingu verður hann topp spilari.

No comments:

Post a Comment