Lið GGT/Sjonna att kappi við lið Smarties í kvöld á meðan GGT liðið sat hjá og stjórnaði kaupfélaginu.
Heldur hallaði á lið Sjonnans í upphafi en með þrautsegju komu liðsmenn sterkir til baka og unnu sigur, fyrir lokaleikinn voru okkar menn tveim vinningum undir en sigur í loka leik gefur þrjú stig og þau höfðust og það nokkuð sannfærandi í lokaleiknum, vel gert strákar.
Önnur úrslit voru liði GGT í haginn í kvöld, Dartfellaws vann Classic í sveifluleik 10-5
og Gaurarnir lönduðu sínum fyrsta sigri er þeir tóku á móti ÍR-Gosum 8-7 enda styrktir af tveim tuddum.
Staðan fyrir loka átökin er þessi
leikir stig unnir/tapaðir
1. GGT 9 9 109/26
2. Dartfellaws 9 6 86/49
3. Classic 9 6 84/51
4. ÍR-Gosar 8 3 49/71
5. Smarties 9 3 52/83
6. GGT/Sjonni 10 3 46/104
7. Gaurarnir 8 1 36/80
No comments:
Post a Comment