Monday, March 12, 2012

Í fantaformi í væntanlegum úrslitaleik.

Lið GGT var í sannkölluðu fantaformi er þeir kepptu gegn liði Classic í kvöld.
Þrátt fyrir að GGT liðin eigi eftir fjóra leiki á þessu tímabili má segja að þatta hafi verið úrslitaleikur um fyrsta sætið í annari deild þar sem lið Classic er það lið sem hefur veitt okkar liði hvað harðasta keppni í vetur.
Eftir góðan sigur í fyrri umferðinni (8-7) var búist við hörku viðureign, og sú var raunin í upphafi, eftir sex viðureiginir stóðu leikar jafnir 3-3, en þá eins og oft áður í vetur læstu liðsmenn hrömmum og neituðu að tapa meira og höfðu sigur 11-4, frábær sigur gegn liði sem svo oft hefur verið á svipuðu róli og lið GGT en þó oftar en ekki haft nauman sigur á okkar liði.

Á meðan áttu samherjar GGT sem eru GGT/Sjonni í harðri viðureign við hið sterka lið Dartfellaws, ekki gengu hlutitnir alveg upp fyrir lið GGT/Sjonna og eins og Bjarni Fel hefði orðað það, GGT/Sjonni mátti lúra í gras 2-13, en þrátt fyrir það þarf ekki að örvænta því lið GGT/Sjonna er að eflast og það er klárt að liðið á eftir að gera góða hluti.

Minni síða á að næsta mánudag er stórviðureign tveggja bestu liðanna GGT-GGT/Sjonni, allir að mæta,
GGT rokkar.......

Í lokin bara til áminningar fyrir þá sem hafa áhuga þá er aðalfundur PFR þann 21 mars.

No comments:

Post a Comment