Monday, January 16, 2012

Liðamót PFR

Nú er seinnihluti deildarkeppni PFR farið að stað og GGT liðin tvo eru bæði í annari deild þeirrar keppni. eftir að tvær  umferðir eru búnar og hefur lið GGT/ Sjonna spilað tvo leiki, í fyrstu umferð tapaði Sjonna liðið gegn ÍR-Gosum 11-4 en í lið i ÍR-Gosum er hin magnaða Viktoría fyrirliði og stýrir sínum mönnum með sóma. Lið GGT átti að keppa við gott lið Dartfellaws en þeir gátu ekki mannað liðið vegna ófærðar.

Önnur umferð GGT/Sjonni kepptu þá við Dartfellaws sem komust loks til byggða og máttu lúta í lægra haldi 12-3, megin orsök fyrir döpru gengi má segja að sumir tóku landsleik í handbolta fram yfir liðsandan í pílunni og aðrir voru veikir, þ.a. aðeins þrír kepptu gegn góðu líði, þar af einn lánsmaður.

GGT liðið reið þó feitari hesti eftir viðureign kvöldsins, unnu frábært lið Classic 8-7 eftir að hafa verið undir 7-4, frábær endasprettur sem gefur góð fyrirheit um að GGT verði í toppbaráttu annarardeildar í vetur.
Koma svo TUDDAR.

No comments:

Post a Comment