Monday, January 30, 2012

Þrautsegja GGT/Sjonna

Fjórða umferð PFR fór fram í kvöld. Lið GGT sat hjá og sá þar af leiðanadi um sjoppuna. Lið GGT/Sjonna keppti við sterkt lið Smarties sem var í öðru sæti af þeim liðum sem sett voru í aðra deild. Aðeins þrír keppendur mættu frá hvoru liði og var stillt upp frá því, Sjonnaliðið komst í hann krappan í upphafi leiks og töpuðu fimm fyrstu viðureignum kvöldsins, en þá hrukku liðsmenn GGT/Sjonna heldur betur í gang og röðuðu inn vinningum og er koma að loka viðureigninni kvöldsins var staðan 7-5 fyrir Smarties og aðeins ein viðureign eftir, en samkvæmt nýju fyrirkomulagi gildir lokaviðureignin þrjú stig og skipti engum togum en Sjonnar unnu þar glæstan sigur í oddaleik,sigur vannst með minnsta mun 8-7, vel gert GGT/Sjonni. Keppendur kvöldsins hjá GGT/Sjonna voru Sjonni, Palli og Hemmi.

No comments:

Post a Comment