Tuesday, September 25, 2012

Smá vinna á síðunni.

Nú hef ég verið að fikta dálítið á síðunni okkar, búin að setja inn hliðarsíður og náði vonandi að opna kommenta kerfið.
Þetta er svosem ekki fullkomið ein hliðarsíðan heitir risariðilin og þar á ég í erfiðleikum með að koma töflunni allri fyrir.

Monday, September 24, 2012

Önnur umferð, frábær sigur hjá Sjonnanum.

Í kvöld fór fram önnur umferð í liðakeppni PFR.
Lið GGT/Sjonna vann frábæran sigur gegn liði Smarties 8-6 en lið Smarties teflir fram landsliðsmanni í pílu sem er hún Peta og býr liðið yfir mikilli reynslu.

GGT/Ívar lék gegn líklega sterkasta liði landsins sem er 26ers, okkar lið mátti þola tap 12-2 sem eru samt sem áður nokkuð góð úrslit,nú hafa strákarnir spilað við tvö bestu félagslið landsins, tapað nokkuð stórt en þó sótt sigra, nokkuð sem mörg lið munu ekki gera gegn þessum risum.

Að lokum áttust við félagarnir úr liði GGT og GGT/Gaurum, eftir harða rimmu höfðu liðsmenn GGT sigur 9-5, Gaurarnir koma hinsvegar mun sterkari til leiks en fréttaritari hafði átt von á og gaman verður að fylgjast með hvað þeir gera gegn liðum eins og Classic og Dartfellaws.
Tilþrif dagsins áttu án efa annarsvegar Jonni með innskot uppá 120 og síðan átti Ívar Páls, frábær en þó dapurleg tilþrif er hann sprengdi 180.

Í næstu umferð munu okkar lið keppa gegn eftirfarandi liðum.
Smarties-GGT
GGT/Ívar-Mad Vikings
Eftirköst-GGT/Sjonni
GGT/Gaurar-Classic

Loksins fáum við viðureignir þar sem okkar lið eru ekki að spila innbyrgðis.

Nú þurfum við að koma á kerfi þar sem liðsstjórar hvers liðs fái boð frá sínum félagsmönnum um hvort þeir muni mæta, okkur vantar dálítið uppá að vera með fullmönnuð lið, þ.e.a.s 5 manna lið sem mætir, við höfum breiðan hóp en þurfum þó að halda eilítið betur utanum hlutina þ.a. ekki komi til úthringinga á síðustu stundu.

GGT liðið fékk þær slæmu fréttir að Ívar bílsstjóri þyrfti að draga sig í hlé um nokkurt skeið sökum axlarmeiðsla, hugsanlega í allan vetur, hann skilur eftir sig skarð sem verður erfitt að manna þar sem um góðan pílara og félaga er um að ræða, vonum að hann nái sér sem fyrst og hjarta hans slái en hjá okkur tuddunum er öxlin grær.

Friday, September 21, 2012

Risariðill GGT og leikur kláraður

Í gærkvöld hittust" tuddar" og spiluðu pílu af miklum móð, fyrst tóku lið GGT/Gaura og GGT/Sjonna frestaðan lokaleik frá síðasta mánudagskvöldi, Gaurar höfðu sigur í þeim leik og unnu því viðureignina 9-5.

Keppni í risariðli GGT hófst einnig, 15 voru mættir til leiks og píluðu af list, misjafnt var hvessu marga leiki hver keppandi lék ýmist 1,2 eða 3. Mörg góð tilþrif sáust m.a. átti Ívar Páls tveggja pílu útskot uppá 100, og Jobbi náði tonn áttatíu og margir voru að spila gott píl.

Næsta mánudag eigum við eftirfarandi leiki
26 ers-GGT/Ívar
GGT/Gaurar-GGT
Uppáhaldsdrengir-GGT/Sjonni

Monday, September 17, 2012

Fyrsta liðamótakvöldið af mörgum í vetur.

Þá er fjörið byrjað því í kvöld fór fram fyrsta kvöld liðamóts PFR í vetur, hlutskipti okkar liða voru nokkuð misjöfn í kvöld og aðeins fengust úrslit í tveim viðureignum hjá liðum GGT þar sem sú ákvörðun var tekin að fresta 13danum í leik GGT/Gaurar gegn GGT/Sjonni þar sem sá leikurin drógst um of á langin, þar er staðan 7-5 fyrir GGT/Gaura og eiga því liðsmenn Sjonnans færi á að jafna leikinn ef þeir vinna loka leikinn, en það yrði þá fyrsta jafntefli í liðaleik PFR í fleiri ár en elstu menn muna, sem stafar að því að breytt fyrirkomulag liðamóts leyfir nú að jafntefli verði í viðureign, vinni hinsvegar GGT/Gaurar lokaleikinn verða úrslit 9-5 fyrir GGT/Gaura.
GGT/Ívar ( strákarnir okkar ) Kepptu í kvöld við lið KR, en KR-ingarnir áttu um sárt að binda eftir háðulega útreið á knattspyrnuvellinum kvöldið áður, okkar lið átti ekki mikla möguleika gegn þessu sterka liði og máttu játa sig sigraða 13-1, aðeins Jobbi náði að leggja andsstæðing sinn, en það er alveg á hreinu að KR-ingar eru með eitt allra sterkasta liðið í deildinni í vetur.
GGT liðið með nýja liðstjórann sinn ( Gústa ) í fararbroddi att kappi við hið gamalgrónna lið Dartfellaws, oft hafa viðureignir þessara liða verið mikil rimma, en í kvöld höfðum við öruggan sigur 12-2, þrátt fyrir að okkar menn hafi spilað nokkuð undir getu, t.a.m skoruðu allir liðsmenn GGT álíka mörg QP í kvöld og Jonni skoraði einn að meðaltali á kvöldi síðasta vetur..
Þar sem það kláruðust ekki allir leikir GGT í kvöld verður ekki farið nákvæmlega í tölfræði liðsmanna, en vonir standa til að lokaleikurinn verði kláraður næsta fimmtudag, eða um leið og við hefjum leik í " Risariðlinum ".

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga fyrir veturinn.
Vinstra megin á siðunni okkar er hlekkur sem vísar á hver af okkar liðum eigi leik við og þá við hvaða lið.
GGT/Gaurar ætla að óska eftir því við andstæðinga sína að fá að hefja leik fyrr eða kl 19:00.
Risariðillinn hefst núna á fimmtudaginn og hafa rúmlega 20 manns skráð sig til leiks, skipulag á slíku móti getur verið dálítið snúið en verður samt sem áður vel framkvæmanlegt af okkar hálfu, enda tómir snillingar á ferð.

Áður var ég búin að boða að gjaldið fyrir Risariðillinn skildi verða 1000 kr, gleymdi ég þá að reikna með að greiða þyrfti fyrir spjaldaleigu sem er 500 kr á mann á kvöldi, eftir spjall við formann PFR þá var ákveðið að við þyrftum að greiða spjaldaleigu fyrir hvert kvöld er spilað yrði en við fengjum þó einhvern afslátt, og sá afsláttur kemur á móti 1000 kallinum er ég hafði boðað og mun renna í verðlaunasjóð.
Ef einhver afgangur verður þá mun hann notast í hugsanlega skuld sem getur myndast í liðsumslögin.

Næsta laugardag verður tiltektardagur í pílusetrinu og þar sem við Tuddar eigum rúmlega 33,33% af spilandi liðum á liðamótinu þá væri mjög gott ef við gætum sent einhverja fulltrúa sem gætu tekið til hendini á Skúlagötunni, þó ekki væri nema í 1-2 klukkutíma, tiltekt hefst að ég held kl 10:00 fyrir hádegi og stendur fram eftir degi.

Sjálfur er ég að hugsa um að gera líkt og samferðafólk mitt sem er á leið á EM í pílu sem fer fram í Tyrklandi eða að halda mitt eigið stuðningsmót ( snýkjumót ) til að létta undir því fjárhagslega útláti sem svona för mun hafa í för með sér og treysti ég að að fá aðstoð frá einhverjum ykkar fyrir þennan gjörning.

Að lokum er spurning hvort við þurfum að henda inn pöntun á fleiri liðstreygjum.

Thursday, September 13, 2012

Liðamót PFR, breytingar og aðrar upplýsingar.

Nokkrar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi liðamóts PFR í vetur, hér koma þær helstu.

Lokaleikurinn ( 13in ) verður eins og hann var spilaður eftir áramót, en unnin leikur gefur tvö stig í stað þriggja sem þýðir að viðureign getur endað með jafntefli 7-7.

Hvert lið má sækja um frestun á leik tvisvar yfir veturinn og til að frestun teljist gild þarf liðsstjóri þess liðs sem óskar eftir frestun að hafa samband við liðsstjóra þess liðs sem keppt skal við og gera það fyrir kl 16 á leikdegi.

Fyrir mánaðarmót sept-okt þarf liðsstjóri hvers liðs að senda inn lista yfir þá leikmenn sem notaðir verða í liðum sínum, ekki verður heimilt að lána menn á milli liða, þó má bæta við leikmönnum sem ekki eru skráðir í önnur lið, hvorki er um hámarks né lámarks fjölda leikmanna að ræða í hverju liði.

Fyrir áramót spila allir við alla og síðan verður deildarskipt í A og B deldir eftir áramót.
Ég óskaði eftir að fá að hreyfa lítillega mannskap á milli okkar liða eftir að haustmóti líkur ( s.s. fyriir deildarskiptingu ), þannig að ef við náum að eiga lið í A deild að við gætum hugsanlega verðlaunað spilara sem er að bæta sig mikið með því að spila með því liði.
Ekki fengust endanleg svör við fyrirspurn minni en vonandi fáum við svör áður en það kemur að því að við sendum inn endanlega liðsskipan.

Ábyrgð liðsstjóra er að halda utan um liðsumslöginn, koma upplýsingum frá PFR á framfæri við sína liðsmenn og ef um kvartanir er að ræða þá er það verk liðsstjórans að koma þeim á framfæri við stjórn PFR.

Sjoppan,  þar sem öll lið eru að spila í einu og ekkert lið situr hjá þá fá ávallt tvö lið ábyrgðina með umsjón á sjoppunni, þau verða væntanlega tekin fram þegar ljóst verður hverjir spila við hverja og hvenær.
Tekin verður saman mánaðarlega skuldalisti, allir liðsstjórar fá síðan þennan lista í liðsumslagið og ef um einhvern skuldseiga  í liðinu er að ræða skal liðsstjóri kvetja viðkomandi um að gera skuld sína upp.

Gjaldið fyrir kvöldið verður það sama og áður eða 2500 kr á lið, en árgjald PFR meðlims mun hinsvegar hækka úr 2000 kr á ári í 3000 kr.

Hugmynd er uppi um að hvert lið eða tvö lið í sameiningu haldi saman skemmtikvöld einu sinni á vetri, hluti að innkomu mundi þá renna til liðsins, við förum létt með það, er það ekki ?

Framkvæmdardagur, ákveðið var að halda framkvæmdardag laugardaginn 22 sept, það er hagur okkar allra að hafa huggulegt í Pílusetrinu þetta er okkar félagsmiðsstöð.

Að lokum var dregið í töfluröð fyrir liðamót vetrarins og svona lítur hún út, það skal þó tekið fram að liðsnöfn eru ekki öll á hreinu.
1. 26ers
2. KR
3. GGT-3 ( Ívar )
4. Vikings Viktoriu
5. Dartfellaws
6. GGT/Gaurar
7. Smarties
8. Eftirköst
9. Uppáhaldsdrengir
10. GGT/Sjonni
11. GGT
12. Classic

Monday, September 10, 2012

Platínummót...

Í kvöld fór fram "Platínummót " PFR í Pilusetrinu að Skúlagötu..Sem er einskonar upphitunar mót fyrir liðakeppnina,
Spilaður var tvímenningur þar sem menn ýmist komu með nýliða til leiks eða voru dregnir með öðrum spilara sem makker.
Margir Tuddar voru mættir og segja má að langflestir hafi staðið sig mjög vel.
22 pör spiluðu og það er skemmst frá að segja að fjórir tuddar enduðu í fyrstu 4 sætunum.
Sigurvegarar mótsins voru þeir Ívar Pálsson og Ægir Ö Björnsson, en Ívar er borinn og barnfæddur "tuddi" sem stóð sig frábærlega með mjög góðum makker, en þeir lögðu í úrslitaleik Pál Stefánsson sem mun víst vera faðir Ívars en Páll spilaði með landsliðsmanninum Hallgrími Egilssyni ,Ívar og Ægir unnu úrskitaleikinn 3-1
Í fjórða sæti lentu síðan GGT parið Óskar og Jobbi, en þeir töpuðu fyrir Bóbó og Bjarna, rúmlega allsæmilegum pílurum, aðrir sem stóðu sig vel hjá Tuddunum voru, Haukur ,Dóri taxi,Jón Helgi, Jonni, Sjonni, Toggi og síðast en ekki síst þeir Gústi og Bingó sem unnu B-riðilinn á mjög sannfærandi hátt en lutu síðan í gras fyrir góðum andstæðingum í 8 manna úrslitum..

Næsta mánudag hefst síðan liðamót PFR, gert er ráðð fyrir að 12 lið mæti til leiks og að venju verður stillt upp þannig að allir spila við alla fyrir áramót en eftir áramót verður deildarskipt, .þ.a 6  efstu spila í A- deild en hin í B-deild.
 Formaður GGT vonast til að allaveganna einn lið nái í A-deild og muni berjast um að vera í einu af þrem efstu sætunum er yfir líkur, gott væri ef annað lið mundi vera í A-deild, en umfram  allt öll liðin mundu skila sér í viðunandi sæti og að  þeir sem keppa fyrir hönd GGT muni hafa gaman af að keppa fyrir þennan klúbb og sýna háttvísi og bera virðingu fyrir annars góðum andstæðingum

Lengi lifi tuddinn !!!!


Tuesday, September 4, 2012

Tillaga að uppstillingu píluliða GGT.

Hér kemur smá tillaga að liðaskipun fyrir veturinn, nöfn liðanna eru ekki endanlega ákveðin en ef þið hafið tillögur þá eru þær vel  þegnar og einnig ef þið viljið koma með aðrar tillögur að liðsskipan.

Næsta mánudag er metalmót og það er um að gera að mæta og ræða málin eftir á ef einhverjir hafa athugasemdir við uppstillingu liða, þann 17 sept hefst síðan sjálft liðamótið.

Ágúst Guðmundsson GGT
Ásgrímur Reisenhus GGT-sunny
Baldur Ingólfsson GGT-strákar
Daníel GGT-sunny
Guðni Ólason GGT-Gaurar/ GGT-sunny
Halldór Guðmundsson GGT-Gaurar
Halldór Ívar Guðnason GGT-sunny
Haukur Pálsson GGT-strákar
Hermann Hreinsson GGT-sunny
Ívar Jörundsson GGT
Ívar Pálsson GGT-strákar
Jón Björn Geirsson GGT/ GGT-strákar
Jón Helgi GGT-sunny
Jónas Guðmundsson GGT
Kári Þórðarson GGT-strákar
Lorense GGT-Gaurar
Nicolai GGT-Gaurar
Óskar Freyr Pétursson GGT/ GGT-strákar
Páll Stefánsson GGT-sunny/GGT-strákar
Philip GGT-Gaurar
Sigurður GGT-Gaurar
Sigurjón Hauksson GGT-Gaurar/ GGT-sunny
Þorgeir Einarsson GGT/ GGT-strákar



23 eru komnir á þennan lista og 16 þeirra hafa gefið jákvætt svar um að taka þátt í risariðli okkar, að auki ætla þeir Jón Camson og Rúnar Árnason að taka þátt, það gera 18 manns og vonandi eiga að minnsta kosti tveir eftir að bætast í hópinn.

Eins og þið sjáið eru sumir skráðir í tvö lið og aðrir í eitt, við þurfum að hafa það þannig til að geta brugðist við afföllum.

En eigum við vonandi eftir að fá fleiri nöfn hjá Gaurunum, spurning með Lúlla og Jörund, Dóri getur þú svarað því ?