Þá er fjörið byrjað því í kvöld fór fram fyrsta kvöld liðamóts PFR í vetur, hlutskipti okkar liða voru nokkuð misjöfn í kvöld og aðeins fengust úrslit í tveim viðureignum hjá liðum GGT þar sem sú ákvörðun var tekin að fresta 13danum í leik GGT/Gaurar gegn GGT/Sjonni þar sem sá leikurin drógst um of á langin, þar er staðan 7-5 fyrir GGT/Gaura og eiga því liðsmenn Sjonnans færi á að jafna leikinn ef þeir vinna loka leikinn, en það yrði þá fyrsta jafntefli í liðaleik PFR í fleiri ár en elstu menn muna, sem stafar að því að breytt fyrirkomulag liðamóts leyfir nú að jafntefli verði í viðureign, vinni hinsvegar GGT/Gaurar lokaleikinn verða úrslit 9-5 fyrir GGT/Gaura.
GGT/Ívar ( strákarnir okkar ) Kepptu í kvöld við lið KR, en KR-ingarnir áttu um sárt að binda eftir háðulega útreið á knattspyrnuvellinum kvöldið áður, okkar lið átti ekki mikla möguleika gegn þessu sterka liði og máttu játa sig sigraða 13-1, aðeins Jobbi náði að leggja andsstæðing sinn, en það er alveg á hreinu að KR-ingar eru með eitt allra sterkasta liðið í deildinni í vetur.
GGT liðið með nýja liðstjórann sinn ( Gústa ) í fararbroddi att kappi við hið gamalgrónna lið Dartfellaws, oft hafa viðureignir þessara liða verið mikil rimma, en í kvöld höfðum við öruggan sigur 12-2, þrátt fyrir að okkar menn hafi spilað nokkuð undir getu, t.a.m skoruðu allir liðsmenn GGT álíka mörg QP í kvöld og Jonni skoraði einn að meðaltali á kvöldi síðasta vetur..
Þar sem það kláruðust ekki allir leikir GGT í kvöld verður ekki farið nákvæmlega í tölfræði liðsmanna, en vonir standa til að lokaleikurinn verði kláraður næsta fimmtudag, eða um leið og við hefjum leik í " Risariðlinum ".
Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga fyrir veturinn.
Vinstra megin á siðunni okkar er hlekkur sem vísar á hver af okkar liðum eigi leik við og þá við hvaða lið.
GGT/Gaurar ætla að óska eftir því við andstæðinga sína að fá að hefja leik fyrr eða kl 19:00.
Risariðillinn hefst núna á fimmtudaginn og hafa rúmlega 20 manns skráð sig til leiks, skipulag á slíku móti getur verið dálítið snúið en verður samt sem áður vel framkvæmanlegt af okkar hálfu, enda tómir snillingar á ferð.
Áður var ég búin að boða að gjaldið fyrir Risariðillinn skildi verða 1000 kr, gleymdi ég þá að reikna með að greiða þyrfti fyrir spjaldaleigu sem er 500 kr á mann á kvöldi, eftir spjall við formann PFR þá var ákveðið að við þyrftum að greiða spjaldaleigu fyrir hvert kvöld er spilað yrði en við fengjum þó einhvern afslátt, og sá afsláttur kemur á móti 1000 kallinum er ég hafði boðað og mun renna í verðlaunasjóð.
Ef einhver afgangur verður þá mun hann notast í hugsanlega skuld sem getur myndast í liðsumslögin.
Næsta laugardag verður tiltektardagur í pílusetrinu og þar sem við Tuddar eigum rúmlega 33,33% af spilandi liðum á liðamótinu þá væri mjög gott ef við gætum sent einhverja fulltrúa sem gætu tekið til hendini á Skúlagötunni, þó ekki væri nema í 1-2 klukkutíma, tiltekt hefst að ég held kl 10:00 fyrir hádegi og stendur fram eftir degi.
Sjálfur er ég að hugsa um að gera líkt og samferðafólk mitt sem er á leið á EM í pílu sem fer fram í Tyrklandi eða að halda mitt eigið stuðningsmót ( snýkjumót ) til að létta undir því fjárhagslega útláti sem svona för mun hafa í för með sér og treysti ég að að fá aðstoð frá einhverjum ykkar fyrir þennan gjörning.
Að lokum er spurning hvort við þurfum að henda inn pöntun á fleiri liðstreygjum.
No comments:
Post a Comment