Í kvöld fór fram "Platínummót " PFR í Pilusetrinu að Skúlagötu..Sem er einskonar upphitunar mót fyrir liðakeppnina,
Spilaður var tvímenningur þar sem menn ýmist komu með nýliða til leiks eða voru dregnir með öðrum spilara sem makker.
Margir Tuddar voru mættir og segja má að langflestir hafi staðið sig mjög vel.
22 pör spiluðu og það er skemmst frá að segja að fjórir tuddar enduðu í fyrstu 4 sætunum.
Sigurvegarar mótsins voru þeir Ívar Pálsson og Ægir Ö Björnsson, en Ívar er borinn og barnfæddur "tuddi" sem stóð sig frábærlega með mjög góðum makker, en þeir lögðu í úrslitaleik Pál Stefánsson sem mun víst vera faðir Ívars en Páll spilaði með landsliðsmanninum Hallgrími Egilssyni ,Ívar og Ægir unnu úrskitaleikinn 3-1
Í fjórða sæti lentu síðan GGT parið Óskar og Jobbi, en þeir töpuðu fyrir Bóbó og Bjarna, rúmlega allsæmilegum pílurum, aðrir sem stóðu sig vel hjá Tuddunum voru, Haukur ,Dóri taxi,Jón Helgi, Jonni, Sjonni, Toggi og síðast en ekki síst þeir Gústi og Bingó sem unnu B-riðilinn á mjög sannfærandi hátt en lutu síðan í gras fyrir góðum andstæðingum í 8 manna úrslitum..
Næsta mánudag hefst síðan liðamót PFR, gert er ráðð fyrir að 12 lið mæti til leiks og að venju verður stillt upp þannig að allir spila við alla fyrir áramót en eftir áramót verður deildarskipt, .þ.a 6 efstu spila í A- deild en hin í B-deild.
Formaður GGT vonast til að allaveganna einn lið nái í A-deild og muni berjast um að vera í einu af þrem efstu sætunum er yfir líkur, gott væri ef annað lið mundi vera í A-deild, en umfram allt öll liðin mundu skila sér í viðunandi sæti og að þeir sem keppa fyrir hönd GGT muni hafa gaman af að keppa fyrir þennan klúbb og sýna háttvísi og bera virðingu fyrir annars góðum andstæðingum
Lengi lifi tuddinn !!!!
No comments:
Post a Comment