Thursday, September 13, 2012

Liðamót PFR, breytingar og aðrar upplýsingar.

Nokkrar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi liðamóts PFR í vetur, hér koma þær helstu.

Lokaleikurinn ( 13in ) verður eins og hann var spilaður eftir áramót, en unnin leikur gefur tvö stig í stað þriggja sem þýðir að viðureign getur endað með jafntefli 7-7.

Hvert lið má sækja um frestun á leik tvisvar yfir veturinn og til að frestun teljist gild þarf liðsstjóri þess liðs sem óskar eftir frestun að hafa samband við liðsstjóra þess liðs sem keppt skal við og gera það fyrir kl 16 á leikdegi.

Fyrir mánaðarmót sept-okt þarf liðsstjóri hvers liðs að senda inn lista yfir þá leikmenn sem notaðir verða í liðum sínum, ekki verður heimilt að lána menn á milli liða, þó má bæta við leikmönnum sem ekki eru skráðir í önnur lið, hvorki er um hámarks né lámarks fjölda leikmanna að ræða í hverju liði.

Fyrir áramót spila allir við alla og síðan verður deildarskipt í A og B deldir eftir áramót.
Ég óskaði eftir að fá að hreyfa lítillega mannskap á milli okkar liða eftir að haustmóti líkur ( s.s. fyriir deildarskiptingu ), þannig að ef við náum að eiga lið í A deild að við gætum hugsanlega verðlaunað spilara sem er að bæta sig mikið með því að spila með því liði.
Ekki fengust endanleg svör við fyrirspurn minni en vonandi fáum við svör áður en það kemur að því að við sendum inn endanlega liðsskipan.

Ábyrgð liðsstjóra er að halda utan um liðsumslöginn, koma upplýsingum frá PFR á framfæri við sína liðsmenn og ef um kvartanir er að ræða þá er það verk liðsstjórans að koma þeim á framfæri við stjórn PFR.

Sjoppan,  þar sem öll lið eru að spila í einu og ekkert lið situr hjá þá fá ávallt tvö lið ábyrgðina með umsjón á sjoppunni, þau verða væntanlega tekin fram þegar ljóst verður hverjir spila við hverja og hvenær.
Tekin verður saman mánaðarlega skuldalisti, allir liðsstjórar fá síðan þennan lista í liðsumslagið og ef um einhvern skuldseiga  í liðinu er að ræða skal liðsstjóri kvetja viðkomandi um að gera skuld sína upp.

Gjaldið fyrir kvöldið verður það sama og áður eða 2500 kr á lið, en árgjald PFR meðlims mun hinsvegar hækka úr 2000 kr á ári í 3000 kr.

Hugmynd er uppi um að hvert lið eða tvö lið í sameiningu haldi saman skemmtikvöld einu sinni á vetri, hluti að innkomu mundi þá renna til liðsins, við förum létt með það, er það ekki ?

Framkvæmdardagur, ákveðið var að halda framkvæmdardag laugardaginn 22 sept, það er hagur okkar allra að hafa huggulegt í Pílusetrinu þetta er okkar félagsmiðsstöð.

Að lokum var dregið í töfluröð fyrir liðamót vetrarins og svona lítur hún út, það skal þó tekið fram að liðsnöfn eru ekki öll á hreinu.
1. 26ers
2. KR
3. GGT-3 ( Ívar )
4. Vikings Viktoriu
5. Dartfellaws
6. GGT/Gaurar
7. Smarties
8. Eftirköst
9. Uppáhaldsdrengir
10. GGT/Sjonni
11. GGT
12. Classic

No comments:

Post a Comment