Wednesday, October 24, 2012

Annar í risariðli.

Í kvöld spiluðum við okkar annað kvöld í risariðlinum, Lorens og Haukur mættu nýir inn í kvöld og á styrktarmóti Toggans komu þeir Gústi og Bingó og spiluðu sína fyrstu leiki, það eru sem sagt 20 fallegir  keppendur á þessu góða móti, í kvöld söknuðum við hins vegar þeirra Ellu, Jóns Camsonar, Ívars bílstjóra og Kristaps.
Nú er mótið komið ágætlega af stað og hafa leikmenn spilað frá einum til fimm leiki hver, fullt hús hafa Óskar, Gústi og Jonni.

Staðan er á þá leið.
nafn             vinningar          leikir
Gústi                4                   4
Óskar              4                   4
Dóri taxi          4                   5
Jobbi               4                   5
Jónas              3                   3
Rúnar              3                   5
Toggi              3                   5
Ívar bílstjóri    2                    2
Lorenso          2                   3
Ella                 2                   3
Halldór Ívar    2                   4
Sjonni             2                   5

Aðrir hafa lítilega færri vinninga, en munu eflaust auka við sína vinninga á næstu Tuddakvöldum.
Stefnum á næsta kvöld 3 eða 4 miðvikudag í Nóvember síðan legg ég ti að við hittumst tvisvar í desember t.d. um miðjan mánuðinn og síðan að finna góðan dag á milli jóla og nýárs.



Monday, October 22, 2012

Sjötta umferð og rúmlega það hjá sumum.

Í síðustu viku tókust liðsmenn GGT/Ívars á við lið Smarties, leikurinn var færður fram um nokkra daga vegna landsliðsverkefnis liðsmanns Smarties, ekki voru okkar menn í sínu besta formi og máttu þola tap 12-2.
Í kvöld hins vegar spiluð Ívaringar mun betur er þeir kepptu gegn samherjum hjá GGT, eftir 6 viðureignir var staðan jöfn 3-3, þá loks tóku liðsmenn GGT við sér og höfðu sigur 10-4, þess skal getið að lukkan var oft í liði GGT, Anders hin danski liðsmaður GGT/Ívars fór mikinn í kvöld og skoraði grimmt en því miður er hans dvöl hér á landi að ljúka og mun hann ekki spila meira með liðinu.
GGT/Gaurar áttu í kvöld leik gegn Eftirköstum og máttu þola tap 10-4, lið Sjonnans átti að keppa gegn Mad Vikings en þeim leik var frestað vegna landsliðsverkefnis liðsmanns Villtra Víkinga.
Þegar að flest lið hafa spilað sex umferðir hafa okkar liðsmenn hlotið eftirtalda vinninga GGT/Ívar 1.
GGT/Sjonni 1, GGT/Gaurar 2 og lið GGT hefur 4,5 vinninga.

Að lokum vil ég minna á risariðilinn næsta miðvikudag og einnig kvetja sem flesta af okkar liðsmönnum að mæta á KR open, frábært mót sem mun skila miklu í reynslubankann.

Thursday, October 18, 2012

Risariðilinn heldur áfram, og Togginn heldur stórmót á morgun

Jæja " Tuddar" miðvikudaginn 24 okt höldum við áfram með risariðilinn hjá okkur, vonandi getum við komist eitthvað áfram með hann, 16 manns hófu leik og eftirtaldir hafa tvo vinninga eftir fyrsta kvöld Jonni, Jobbi, Ívar bílsstjóri, Ella og Rúnar fleiri munu koma inn og taka þátt.
Í kvöld 19 okt munum við hins vega spila tudda um hina ágætu nafnbót Togginn 2012, þar gefst mönnum ágætis tækifæri á að taka nokkra leiki í risariðlinum okkar, koma svo mæta styðja Toggann og kasta pílum í feita reiti.

Tuesday, October 16, 2012

Í það minnsta tvö mót framundan.

Næsta föstudag mun fréttastjóri þessa dálkar, liðsstjóri landsliðsins, hópstjóri GGT og almennur vandræðapési halda sitt eigið styrktarmót til að reyna að létta undir þeim mikla kostnaði sem munu hljótast af liðsstjórastarfi, austur í Tyrklandi, ekki fer mikið fyrir hógværð hjá pilti þar sem hann hefur keypt verðlaunagripi fyrir mótið en keppt verður um sæmdarheitið Togginn 2012,

Miðvikudaginn 24 okt munum við síðan halda áfram með risariðilinn okkar og spila af mikilli snilli.

Monday, October 15, 2012

Það gekk á ýmsu í kvöld.

En og aftur var innanfélags viðureign hjá Tuddum. í kvöld áttust við í innanfélagsviðureign Gaurar og Ívarar,  ( ( þess skal getið að vegna gríðarlegrar stærðar "Tudda" er alltaf von á innanfélagsviðureign ),  í þesssari viðureign höfðu liðsmenn Dórans nauman sigur 8-6, en höfðu þó leikinn í nokkuð öruggum höndum þar sem þeir höfðu landað 8 punktum fyrir loka viðureignina.
Lið Sjonnans átti í höggi við all þokkalega vel skipuðu liði 26-ers, ekki náðu okkar menn sér á skrið og máttu þola naumt tap ( 0-14 ) en þess skal getið að andstæðingarnig geta vart verið andstyggilegri.
Síðast en ekki síst átti lið GGT  góða viðureign gegn frábærum Uppáhaldsdrengjum, þar fór fram hörku viðureign, eftir byrjunina stóðu okkar menn nokkuð vel að vígi, eftir sex leiki stóðu leikar 4-2 fyrir GGT en þá fóru hlutir og örlög að ganga gegn okkur og skyndilega höfðu Uppáhaldsdrengir snúið á okkur og breyttu stöðunni í 5-7 fyrir lokaviðureignin, en þá börðu menn sér saman og lönduðu sigri í lokaviðureignini og eins og þeir sam hafa agnar ögn af piluviti vita þá gefur lokaviðureignin tvo punkta, niðurstaðan varð því fyrsta jafntefli íslandssögunar í liðakeppni PFR, eða allaveganna telur fréttastjóri píluliða GGT svo vera...

Saturday, October 13, 2012

Áríðandi tilkynning--KR intenational open

Laugardaginn 3 nóv halda KR-ingar sinn árlega KR intenational open, ég hvet ykkur til að fjölmenna á þetta mót og get fullyrt að þetta er skemmtilegasta mót ársins, þó með fullri virðingu fyrir öllum hinum frábæru mótunum.
Alsherjar kynningu af mótinu má sjá á pila.is

Monday, October 8, 2012

Loksins loksins

Nú loksins þegar u.þ.b 80 dagar eru eftir af þessu ári tapaði lið GGT í liðakeppnini, verðugir andstæðingar okkar í kvöld voru hinir rafmögnuðu liðsmenn Eftirkasta, jafnt var á öllum tölum og fyrir loka viðureignina stóðu leikar 6-6, í lokaleiknum töpuðu okkar menn með minnsta mun, frábær viðureign þar sem sigur gat dottið hvoru megin sem var. og þess skal getið að þetta er fyrsta tap GGT á þessu ári.
Í kvöld stilltu liðsmenn GGT fram nýjum liðsmanni sem er Guðmundur Valur Grindjáni, hann stóð sig virkilega vel og verður okkur tuddum frábær liðstyrkur og með hann innanborðs eru góðar líkur á að okkar menn muni standa í toppbaráttunni í vetur, næsta mánudagskvöld verður álíka rimma þ.s. liðsmenn GGT munu etja kappi við mjög svo öflugt lið Uppáhaldsdreng
Önnur lið GGT öttu í kappi við fjandsamlega góð lið en tóku þó ýmist tvo eða þrjá vinninga gegn þeim sem er nokkuð vel að verki staðið.
Tilþrif kvöldsins áttu klárlega Jonni með innskot uppá 120 og síðan fyrsta tonn átttíu okkar liðsmanna í vetur en það átti Óskar.

Monday, October 1, 2012

En og aftur mánudagspíla

Í kvöld kepptu engin af okkar liðum innbyrgðir en úrslit okkar liða voru á þessa leið.
Gaurar- Classic             3-11
Smarties-GGT              2-12
GGT/Ívar-Mad Vikings  8-6
Eftirköst-GGT/Sjonni     0-14

Athygli vekja frábær leikur hjá GGT/Ívars liðinu, Gaurarnr voru hálf vængbrotnir þ.s. Dórinn sjálfur þurfti að yfirgefa vetfang fyrir allar aldir, Sjonna liðið átti á brattan að sækja gegn feyki öflugu liði en voru þó óheppnir að sækja ekki einhverja vinninga, GGT liðið vann góðan sigur gegn Smarties og hafa liðsmenn fullt hús stiga og greina má stíganda í liðinu.

Tilþrif kvöldsins voru annarsvegar hjá Togganum en hann átti innskot uppá 100 kall og síðan Gústi með frábært útskot uppá 109, 3x18 einfaldur 19 og tvöfaldur 18.

Uppfærður QP listi og leikjalisti er hér vinstra meginn á síðunni.