Monday, October 22, 2012

Sjötta umferð og rúmlega það hjá sumum.

Í síðustu viku tókust liðsmenn GGT/Ívars á við lið Smarties, leikurinn var færður fram um nokkra daga vegna landsliðsverkefnis liðsmanns Smarties, ekki voru okkar menn í sínu besta formi og máttu þola tap 12-2.
Í kvöld hins vegar spiluð Ívaringar mun betur er þeir kepptu gegn samherjum hjá GGT, eftir 6 viðureignir var staðan jöfn 3-3, þá loks tóku liðsmenn GGT við sér og höfðu sigur 10-4, þess skal getið að lukkan var oft í liði GGT, Anders hin danski liðsmaður GGT/Ívars fór mikinn í kvöld og skoraði grimmt en því miður er hans dvöl hér á landi að ljúka og mun hann ekki spila meira með liðinu.
GGT/Gaurar áttu í kvöld leik gegn Eftirköstum og máttu þola tap 10-4, lið Sjonnans átti að keppa gegn Mad Vikings en þeim leik var frestað vegna landsliðsverkefnis liðsmanns Villtra Víkinga.
Þegar að flest lið hafa spilað sex umferðir hafa okkar liðsmenn hlotið eftirtalda vinninga GGT/Ívar 1.
GGT/Sjonni 1, GGT/Gaurar 2 og lið GGT hefur 4,5 vinninga.

Að lokum vil ég minna á risariðilinn næsta miðvikudag og einnig kvetja sem flesta af okkar liðsmönnum að mæta á KR open, frábært mót sem mun skila miklu í reynslubankann.

No comments:

Post a Comment