Næstu tvö mánudagskvöld verður spilað svokallað silfurmót, að venju töfrar Björgvin fram nýtt fyrirkomulag, maðurinn er náttúrulega bara snillingur, fyrirkomulagið verður í stuttu máli á þessa leið, forgjafarmót þar sem hvert lið fær jafn mörg stig í forgjöf og staða þess er í liðakeppnini, t.d. það lið sem er í 4 sæti, sem erum reyndar við fá 4 stig í forgjöf, hvert lið sendir að minnsta kosti tvö tveggja manna lið ( það verður tvímenningur ), spilað best af 5, í riðlum 4-7 pör í riðli, fyrir að vinna legg fást 5 stig þ.a. það lið sem vinnur viðureignina fær 15 stig, síðan eru stig fyrir QP eins og við þekkjum og einhverjir aðrir variantar, það verður því þannig að það verða fullt af möguleikum á stigum fyrir hverja viðureign og líka það að það lið sem tapar viðureignini getur í raun samt unnið viðureignina þ.s. það verða stigin sem ráða og þá væntanlega fjöldi stiga í riðli sem segja til um hvar hvert par endar.
Nú þurfa liðsstjórar að vera klárir með hverjir spila sem pör því að sömu tveir verða að spila saman út í gegnum mótið, best er ef liðsstjórar geri það í samvinnu við sína liðsmenn og allir séu sáttir við sinn makker.
Thursday, November 29, 2012
Tuesday, November 27, 2012
Nánast loka umferð PFR
Í kvöld spiluð flest lið sinn loka leik í liðamóti PFR, eitthvað stóðu upplýsingar í okkar mönnum þ.s. Gaurar mættu ekki til leiks, sennilega vegna skorts á röngum misskilningi, en þeir áttu leik gegn Uppáhaldsdrengjun,
GGT/Sjonni spilaði gegn Dartfellaws og máttu þola tap 3-11, gaman var að sjá þennan hóp mæta með 5 manna lið. GGT/Ívar spilaði gegn Classic og töpuðu okkar menn 2-12. GGT liðið spilaði gegn liði Darthside og þar höfðum við sigur 11-3.
Nú er liðakeppninni lokið hjá flestum liðum aðeins eftir að spila nokkra frestaða leiki og ljóst er að lið GGT mun enda í 4 sæti og munu þ.a.l keppa í A-deild eftir áramót, en það er besti árangur okkar frá upphafi í liðakeppnini, hin þrjú liðin munu spila í B-deild.
Af öðrum ekki eins spennandi leikjum ( fyrir okkur ) ber að nefna að lið 26ers vann KR-inga í hreinum úrslitaleik nokkuð örugglega.
Dagskráin framundan í Pílusetrinu fram að áramótum er á þessa leið.
3 des Silfurmót
7.des Dömupíla
10.des Silfurmót
12.des Risariðill GGT
13.des Skjöldur & Platti
17.des Jólamót
28.des Bombumót
síðan er spurning hvort að sé vilji fyrir risariðli sunnudaginn 30 ?
GGT/Sjonni spilaði gegn Dartfellaws og máttu þola tap 3-11, gaman var að sjá þennan hóp mæta með 5 manna lið. GGT/Ívar spilaði gegn Classic og töpuðu okkar menn 2-12. GGT liðið spilaði gegn liði Darthside og þar höfðum við sigur 11-3.
Nú er liðakeppninni lokið hjá flestum liðum aðeins eftir að spila nokkra frestaða leiki og ljóst er að lið GGT mun enda í 4 sæti og munu þ.a.l keppa í A-deild eftir áramót, en það er besti árangur okkar frá upphafi í liðakeppnini, hin þrjú liðin munu spila í B-deild.
Af öðrum ekki eins spennandi leikjum ( fyrir okkur ) ber að nefna að lið 26ers vann KR-inga í hreinum úrslitaleik nokkuð örugglega.
Dagskráin framundan í Pílusetrinu fram að áramótum er á þessa leið.
3 des Silfurmót
7.des Dömupíla
10.des Silfurmót
12.des Risariðill GGT
13.des Skjöldur & Platti
17.des Jólamót
28.des Bombumót
síðan er spurning hvort að sé vilji fyrir risariðli sunnudaginn 30 ?
Thursday, November 22, 2012
Þriðja kvöld risariðilsins
Í kvöld héldum við áfram með okkar risariðill, segjast verður að mörg óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós en þau verða ekki rakin hér, keppendur hafa spilað mismarga leiki sem stafar af því að sumir hafa mætt öll 3 kvöldin aðrir tvisvar og nokkrir aðeins einu sinni, ef allir leikir verða spilaðir verða þeir 190 sem er all nokkuð, af þeim eru nú búnir 54 þ.a. keppni er vel farin af stað og staðan er eftirfarandi.
1. Óskar 7 vinningar
2. Dóri taxi 6 vinningar
3-5 Gústi 5 vinningar
3-5 Jonni 5 vinningar
3-5 Toggi 5 vinningar
6-7 Jobbi 4 vinningar
6-7 Rúnar 4 vinningar
8-9 Sjonni 3 vinningar
8-9 Siggi 3 vinningar
Aðrir hafa færri vinninga en samt eru margir þeirra með gott vinningshlutfall og geta því vel blandað sér í baráttunna þar sem þeir eiga mun fleiri leiki eftir en þeir sem hafa flesta vinninga
Síðan reynum við að spila tvisvar í næsta mánuði, fyrst um miðjan mánuðinn og vonandi eigum við síðan.
möguleika á að spila nokkra leiki á milli hátíða.
1. Óskar 7 vinningar
2. Dóri taxi 6 vinningar
3-5 Gústi 5 vinningar
3-5 Jonni 5 vinningar
3-5 Toggi 5 vinningar
6-7 Jobbi 4 vinningar
6-7 Rúnar 4 vinningar
8-9 Sjonni 3 vinningar
8-9 Siggi 3 vinningar
Aðrir hafa færri vinninga en samt eru margir þeirra með gott vinningshlutfall og geta því vel blandað sér í baráttunna þar sem þeir eiga mun fleiri leiki eftir en þeir sem hafa flesta vinninga
Síðan reynum við að spila tvisvar í næsta mánuði, fyrst um miðjan mánuðinn og vonandi eigum við síðan.
möguleika á að spila nokkra leiki á milli hátíða.
Monday, November 19, 2012
Tap fyrir KR-ingum og fleiri fréttir
Í kvöld áttu lið Sjonnans og Ívars að leika saman er þeim leik var frestað vegna skorts á spilurum
GGT liðið att kappi við KR-inga, það verður að viðurkennast að þeir eru enn of stór biti fyrir okkur, ólseigir skrattakollar, og frábærir pílarar, tuddarnir náðu að sigra tvo leiki en KR-ingar tóku 12 vinninga, þess skal þó getið okkar mönnum til framdráttar að allmargir leikir enduðu í odda, fréttaritari leggur til að næst er liðin mætast bjóðum við KR-ingum í tívolí og sendum þá í fimmtán rússíbanaferðir og lokum þá síðan inni í draugakastala, einnig er spurning hvort við bjóðum þeim gómsætar skjálftatöflur, en þetta yrði þá allt gert í mestu góðsemd við þessa sóma menn og rétt til að jafna leik.
Gaurarnir spiluð gegn liði Smarties, leik var ekki lokið er blaðið fór í prentun og verður viðureignini gerð betri skil síðar, er fréttaritari yfirgaf höfuðstöðvar píluspilara stefndi í æsispennandi lok.
Fimmtudaginn 22 nóv ( næsta fimmtudag ) höldum við áfram með risariðilinn okkar, reynum að ná nokkrum leikjum og píla af afli.
Einnig er spurning hvort liðsmenn Sjonnans og Ívars hins vaska taki sinn frestaða leik í liðakeppnini, hvernig eru þið stemmdir fyrir fimmtudeginum ? gott væri að vita nokkurnveginn og u.m.b. hverjir koma og hverjir ekki.
Eitt að lokum, eftir að hafa verið í Tyrklandi komu margar góðar hugmyndir fram, ein er sú að taka létta keppni við Akureyringa í vor, löng helgi fyrir norðan, sveitakeppni Þór Akureyri gegn GGT þann 4 apríl sem er á fimmtudegi, á föstudeginum og laugardeginum verður síðan Akureyri open, vonandi með fjölmörgum tuddum, gaman væri að geta mætt með ca +10 manna sveit.
Monday, November 12, 2012
Fréttaritari í verkfalli !
All langt er síðan okkar háæruverðugi fréttaritari hefur haft fyrir því að koma inn færslu á þennan góða miðil, það kann að stafa af því að hann þóttist upptekinn af landsliðsverkefni, það er kannski rétt en þó engin afsökun því Tuddinn skal ávallt koma í fyrsta sætið og verðskuldar sína umfjöllun.
Það sem hefur gerst síðan í síðustu færslu er að liðin hafa spilað nokkra leiki en ekki verðskuldað jafnmarga sigra og liðinu sæmir, liðin hafa ýmist spilað tvo eða þrjá leiki, GGT liðinu hefur reyndar gengið all sæmilega og unnið tvo þeirra, unnu GGT/Ívar 10-4 eftir erfitt start, töpuðu síðan gegn 26ers 4-10 þó að þar unnust frábærir sigrar og í kvöld hafði liðið betur gegn skemmtilegu liði Classic 9-5 eftir magnaða baráttu, en eins og svo oft áður byrjaði lið GGT ansi illa en hitnuðu er líða tók á leikinn.
Gaurar og lið Sjonnans áttu í kvöld kappi við tvö bestu lið Reykjavíkur, Gaurar kepptu gegn mögnuðu liði 26ers og máttu þola tap 1-13, lið Sjonnans keppti gegn þeim herramönnum sem spila fyrir KR og töpuðu 2-12 hreint ekki slæmt tap gegn þeim miklu herramönnum, en Bingó og Rúnar unnu Kristinn og Guðmund og Jón Helgi vann Kristján, til að vinna slíka snillinga þarf meðfædda hæfileika, gæði, snilli og áræðni.
Nú þegar óskaplega lítið er eftir af liðakeppni PFR er ljóst að lið GGT muni spila í A deild eftir áramót en hin GGT liðin í B deild.
Í upphafi komum við brattir til leiks með 4 lið, mæting liðsmanna er æði misjöfn og alltof oft eigum við í basli með að manna öll lið, nú vantar okkur 2-3 nokkuð virka spilara til að geta haldið úti 4 liðum eftir áramót, valið stendur um að stilla upp 3 eða 4 liðum, ef við stllum upp þrem liðum er hætta á að lið mæti með 7 leikmenn á kvöldi og þá fá menn ekki að spila, fréttaritari telur heillavænlegra að liðið finni þrjá nýja liðsmenn til að styrkja hópinn og geta stillt upp fjórum liðum
Það sem hefur gerst síðan í síðustu færslu er að liðin hafa spilað nokkra leiki en ekki verðskuldað jafnmarga sigra og liðinu sæmir, liðin hafa ýmist spilað tvo eða þrjá leiki, GGT liðinu hefur reyndar gengið all sæmilega og unnið tvo þeirra, unnu GGT/Ívar 10-4 eftir erfitt start, töpuðu síðan gegn 26ers 4-10 þó að þar unnust frábærir sigrar og í kvöld hafði liðið betur gegn skemmtilegu liði Classic 9-5 eftir magnaða baráttu, en eins og svo oft áður byrjaði lið GGT ansi illa en hitnuðu er líða tók á leikinn.
Gaurar og lið Sjonnans áttu í kvöld kappi við tvö bestu lið Reykjavíkur, Gaurar kepptu gegn mögnuðu liði 26ers og máttu þola tap 1-13, lið Sjonnans keppti gegn þeim herramönnum sem spila fyrir KR og töpuðu 2-12 hreint ekki slæmt tap gegn þeim miklu herramönnum, en Bingó og Rúnar unnu Kristinn og Guðmund og Jón Helgi vann Kristján, til að vinna slíka snillinga þarf meðfædda hæfileika, gæði, snilli og áræðni.
Nú þegar óskaplega lítið er eftir af liðakeppni PFR er ljóst að lið GGT muni spila í A deild eftir áramót en hin GGT liðin í B deild.
Í upphafi komum við brattir til leiks með 4 lið, mæting liðsmanna er æði misjöfn og alltof oft eigum við í basli með að manna öll lið, nú vantar okkur 2-3 nokkuð virka spilara til að geta haldið úti 4 liðum eftir áramót, valið stendur um að stilla upp 3 eða 4 liðum, ef við stllum upp þrem liðum er hætta á að lið mæti með 7 leikmenn á kvöldi og þá fá menn ekki að spila, fréttaritari telur heillavænlegra að liðið finni þrjá nýja liðsmenn til að styrkja hópinn og geta stillt upp fjórum liðum
Subscribe to:
Comments (Atom)