Thursday, November 29, 2012

Silfurmót.

Næstu tvö mánudagskvöld verður spilað svokallað silfurmót, að venju töfrar Björgvin fram nýtt fyrirkomulag, maðurinn er náttúrulega bara snillingur, fyrirkomulagið verður í stuttu máli á þessa leið, forgjafarmót þar sem hvert lið fær jafn mörg stig í forgjöf og staða þess er í liðakeppnini, t.d. það lið sem er í 4 sæti, sem erum reyndar við fá 4 stig í forgjöf, hvert lið sendir að minnsta kosti tvö tveggja manna lið ( það verður tvímenningur ), spilað best af 5, í riðlum 4-7 pör í riðli, fyrir að vinna legg fást 5 stig þ.a. það lið sem vinnur viðureignina fær 15 stig, síðan eru stig fyrir QP eins og við þekkjum og einhverjir aðrir variantar, það verður því þannig að það verða fullt af möguleikum á stigum fyrir hverja viðureign og líka það að það lið sem tapar viðureignini getur í raun samt unnið viðureignina þ.s. það verða stigin sem ráða og þá væntanlega fjöldi stiga í riðli sem segja til um hvar hvert par endar.
Nú þurfa liðsstjórar að vera klárir með hverjir spila sem pör því að sömu tveir verða að spila saman út í gegnum mótið, best er ef liðsstjórar geri það í samvinnu við sína liðsmenn og allir séu sáttir við sinn makker.

No comments:

Post a Comment