Monday, November 19, 2012
Tap fyrir KR-ingum og fleiri fréttir
Í kvöld áttu lið Sjonnans og Ívars að leika saman er þeim leik var frestað vegna skorts á spilurum
GGT liðið att kappi við KR-inga, það verður að viðurkennast að þeir eru enn of stór biti fyrir okkur, ólseigir skrattakollar, og frábærir pílarar, tuddarnir náðu að sigra tvo leiki en KR-ingar tóku 12 vinninga, þess skal þó getið okkar mönnum til framdráttar að allmargir leikir enduðu í odda, fréttaritari leggur til að næst er liðin mætast bjóðum við KR-ingum í tívolí og sendum þá í fimmtán rússíbanaferðir og lokum þá síðan inni í draugakastala, einnig er spurning hvort við bjóðum þeim gómsætar skjálftatöflur, en þetta yrði þá allt gert í mestu góðsemd við þessa sóma menn og rétt til að jafna leik.
Gaurarnir spiluð gegn liði Smarties, leik var ekki lokið er blaðið fór í prentun og verður viðureignini gerð betri skil síðar, er fréttaritari yfirgaf höfuðstöðvar píluspilara stefndi í æsispennandi lok.
Fimmtudaginn 22 nóv ( næsta fimmtudag ) höldum við áfram með risariðilinn okkar, reynum að ná nokkrum leikjum og píla af afli.
Einnig er spurning hvort liðsmenn Sjonnans og Ívars hins vaska taki sinn frestaða leik í liðakeppnini, hvernig eru þið stemmdir fyrir fimmtudeginum ? gott væri að vita nokkurnveginn og u.m.b. hverjir koma og hverjir ekki.
Eitt að lokum, eftir að hafa verið í Tyrklandi komu margar góðar hugmyndir fram, ein er sú að taka létta keppni við Akureyringa í vor, löng helgi fyrir norðan, sveitakeppni Þór Akureyri gegn GGT þann 4 apríl sem er á fimmtudegi, á föstudeginum og laugardeginum verður síðan Akureyri open, vonandi með fjölmörgum tuddum, gaman væri að geta mætt með ca +10 manna sveit.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment