Monday, November 12, 2012

Fréttaritari í verkfalli !

All langt er síðan okkar háæruverðugi fréttaritari hefur haft fyrir því að koma inn færslu á þennan góða miðil, það kann að stafa af því að hann þóttist upptekinn af landsliðsverkefni, það er kannski rétt en þó engin afsökun því Tuddinn skal ávallt koma í fyrsta sætið og verðskuldar sína umfjöllun.
Það sem hefur gerst síðan í síðustu færslu er að liðin hafa spilað nokkra leiki en ekki verðskuldað jafnmarga sigra og liðinu sæmir, liðin hafa ýmist spilað tvo eða þrjá leiki, GGT liðinu hefur reyndar gengið all sæmilega og unnið tvo þeirra, unnu GGT/Ívar 10-4 eftir erfitt start, töpuðu síðan gegn 26ers 4-10 þó að þar unnust frábærir sigrar og í kvöld hafði liðið betur gegn skemmtilegu liði Classic 9-5 eftir magnaða baráttu, en eins og svo oft áður byrjaði lið GGT ansi illa en hitnuðu er líða tók á leikinn.
Gaurar og lið Sjonnans áttu í kvöld kappi við tvö bestu lið Reykjavíkur, Gaurar kepptu gegn mögnuðu liði 26ers og máttu þola tap 1-13, lið Sjonnans keppti gegn þeim herramönnum sem spila fyrir KR og töpuðu 2-12  hreint ekki slæmt tap gegn þeim miklu herramönnum, en Bingó og Rúnar unnu Kristinn og Guðmund og Jón Helgi vann Kristján, til að vinna slíka snillinga þarf meðfædda hæfileika, gæði, snilli og áræðni.
Nú þegar óskaplega lítið er eftir af liðakeppni PFR er ljóst að lið GGT muni spila í A deild eftir áramót en hin GGT liðin í B deild.
Í upphafi komum við brattir til leiks með 4 lið, mæting liðsmanna er æði misjöfn og alltof oft eigum við í basli með að manna öll lið, nú vantar okkur 2-3 nokkuð virka spilara til að geta haldið úti 4 liðum eftir áramót, valið stendur um að stilla upp 3 eða 4 liðum, ef við stllum upp þrem liðum er hætta á að lið mæti með 7 leikmenn á kvöldi og þá fá menn ekki að spila, fréttaritari telur heillavænlegra að liðið finni þrjá nýja liðsmenn til að styrkja hópinn og geta stillt upp fjórum liðum

No comments:

Post a Comment