Tuesday, November 27, 2012

Nánast loka umferð PFR

Í kvöld spiluð flest lið sinn loka leik í liðamóti PFR, eitthvað stóðu upplýsingar í okkar mönnum þ.s. Gaurar mættu ekki til leiks, sennilega vegna skorts á röngum misskilningi, en þeir áttu leik gegn Uppáhaldsdrengjun,
GGT/Sjonni spilaði gegn Dartfellaws og máttu þola tap 3-11, gaman var að sjá þennan hóp mæta með 5 manna lið. GGT/Ívar spilaði gegn Classic og töpuðu okkar menn 2-12. GGT liðið spilaði gegn liði Darthside og þar höfðum við sigur 11-3.
Nú er liðakeppninni lokið hjá flestum liðum aðeins eftir að spila nokkra frestaða leiki og ljóst er að lið GGT mun enda í 4 sæti og munu þ.a.l keppa í A-deild eftir áramót, en það er besti árangur okkar frá upphafi í liðakeppnini, hin þrjú liðin munu spila í B-deild.
Af öðrum ekki eins spennandi leikjum ( fyrir okkur ) ber að nefna að lið 26ers vann KR-inga í hreinum úrslitaleik nokkuð örugglega.
Dagskráin framundan í Pílusetrinu fram að áramótum er á þessa leið.
3 des Silfurmót
7.des Dömupíla
10.des Silfurmót
12.des Risariðill GGT
13.des Skjöldur & Platti
17.des Jólamót
28.des Bombumót
síðan er spurning hvort að sé vilji fyrir risariðli sunnudaginn 30 ?

No comments:

Post a Comment