Monday, January 21, 2013
Innanhús leikur og yfirseta.
Á meðan hin stórgóðu lið GGT og GGT/Power sátu hjá fór fram magnaður leikur Gaura gegn NN tuddum, innanhús viðureign af bestu gerð, jafnt var á öllum tölum og þegar komið var í 13ann var staðan 6-6 og því ljóst að annað liðið myndi sigra 8-6 og enn var jafnt á öllum tölum lengi lengi, rétt fyrir miðnætti kom þó í ljós að annað liðið sigraði og það voru liðsmenn Gaura sem höfðu sigur 8-6.
Ætla síðan að minna á risariðillin okkar á miðvikudaginn, síðan eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga til framtíðar, þann 17 feb munu þeir kumpánar Dóri NN og Bjarni í Classic halda veglegt afmælismót sem mun bera nafnið Classiskur Gauragangur.
Síðan er stefnan á að fjölmenna á Akureyri Open sem verður helgina eftir páska, komnir með tvö hús og allt að gerast.
Í kvöld kom einnig fram sú hugmynd að Tuddískir pílarar myndu halda sitt eigið þorrablót munum ræða það nánar á miðvikudaginn, hvar, hvernig og hvess vegna.
Að síðustu mun ég halda mitt eigið afmælismót einhverntíman í mars og þar verða allir tuddar meira en velkomnir, kallinn að verða 5tugur og enn í fullu fjöri.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment