Það var flott hjá okkur mánudagskvöldið, þrír sigrar og aðeins tap í innanfélagsviðureign.
GGT liðið vann glæsilegan sigur gegn liði Classic 12-2 sannarlega glæsilegt.
Í B deildinni áttust lið GGT/Gaura og GGT/Power við í hörku leik, eftir að liðsmenn Gaura hefðu komist í 4-2 hrukku Powerar heldur betur í gang og sigruðu 9-5, fyrsti sigur liðsins í vetur og um leið fyrsta tap Gaura.
Ekki hefur en fengist staðfest hvernig lokatölu úr GGT/NN sem spilaði gegn liði Darthside hefðu verið en síðast er vitað var var staðan 10-2 fyrir GGT/NN og stór sigur í höfn.
Dóri fyrrum Gaur og Bjarni Classic ætla að halda sitt sameiginlega afmælismót laugardaginn 9 feb, spurning hvort við höldum okkar þorrablót í leiðinni ? hvað segi þið ?
Lið GGT/Power undirbjó sig fyrir leik kvöldsins með því að fara út að borða saman, hugsanlega hefur það gert gæfumuninn í leik þeirra um kvöldið, þurfum við ekki að gera það aftur og þá allur hópurinn ?
Meðan á máltíð stóð kom upp sú tillaga að stofna sjóð og stefna á að fara út til keppni 2015 eða 16, gaman væri að heyra hvað samherjar en liðsmenn annara GGT liða segðu um þetta.
sælir við Dóri verðum með mótið 16.feb ekki 9. feb
ReplyDeletekv Bjarni Classic