Monday, January 7, 2013

Nýtt tímabil nýjir tímar.


Leikir kvöldsins hjá okkur "tuddum" gengu upp og ofan, óhætt er að segja GGT/Ívar ( Power ) hafi ekki leikið sinn draumaleik, þó má segja að Ívar kapteinn, Bingó bumba og Ella ofurgella hafi staðið sig vel, en reynsluboltarnir Jobbi Dalton og Toggi T.... voru ansi langt frá sínu besta og áttu ritarar oft á tíðum fótum sínum fjör að launa.
Niðurstaðan var alltof stórt tap 4-10, en nú eru líkur á því að leiðin liggi uppávið hjá þessu frábæra liði, þess skal þó getið að andstæðingarnir voru fanta góðir pílarar, samt óþarfi að tapa fyrir þeim.
GGT/Gaurar með hin nýja liðsstjóra Phil ásamt þeim Andra, Sigga málara og Sigurjóni ljónshjarta, náðu hetjulegrum sigri gegn Danska barnum, er frétteritari yfirgaf mótsstað hnýpinn á sálu höfðu Gaurar tekið 8 vinninga og áttu 13ann eftir, sigur í höfn hjá þessu góða liði og Sjonninn í bananastuði.
GGT liðið eitt okkar liða í A deild léku gegn skemmtilegu liði Uppáhaldsdrengja, fyrir okkar hönd kepptu Gústi stuð fyrirliði og andlegur leiðtogi, Jonni Jaskalænen, Kalli Newmann, Ívar trukkur og Óskar allsgáði, eftir erfiða byrjun leit hreint út sagt ekki vel út fyrir okkar mönnum, fyrir 13ann vorum við tveim vinningum undir og í 13anum sjálfu lentum við undir 3-0, en þá kom rétti tudda baráttuandinn í ljós 5 næstu leikir voru okkar og því náðu okkar menn með ólgandi þrautsegju að jafna leikinn 7-7.

No comments:

Post a Comment