Monday, April 30, 2012

Platínumót PFR

Í kvöld fór fram platínumót PFR sem er eitt af þrem góðmálmamótum PFR, spilaður var tvímenningur þar sem dregið var saman eftir QP lista PFR, sextán keppendur mættu til leiks og áttu liðsmenn GGT sex af þeim og að auki einn tilvonandi, óhætt er að segja að sjaldan hafi stjarna "Tuddans" risið jafn hátt þar sem þeir áttu keppendur sem hirtu þrjú efstu sætin, fyrsta sætið féll í hlut Jonna "ofurtudda" en hans makker var Freddi Dartfellaws, annað sætið féll í hlut Togga "yfirtudda" en hann keppti með hinum skelegga Kristni Wium KRings og þriðju urðu síðan Jobbi "krútttuddi" og Bjarni V, þess skal getið að á eftir þeim kom landsliðsmaðurin Einar Möller og Óli.
Þeir liðsmenn GGT sem ekki komust í úrslitakeppnina en fengu þó að spila í B-keppni voru þeir Bingó, Gústi og Sigurjón, Bingó hreppti annað sætið í B-keppninni sem er vel að verki staðið af jafn miklun nýgræölingi sem hann er en hann spilaði með Bóbó Laugvetnigi, Gústi"góðlegi" tók þriðja sætið með tilvonandi GGT manni sem er Dóri taxmann, en eftir frábært gengi þerra á "TUDDAMÓTINU" var búist við meiru af þeim en það kemur bara síðar, síðastur en ekki sístur kom síðan Sigurjón"svakatuddi" hann endaði í fjórða sæti í B-keppninni en hann spilaði með  hinni margreyndu og margföldum Íslandsmeistara Petu, en óhætt er að segja að þau hafi oftar en ekki leikið við lánleysi en það er eitthvað sem gerist oft í þessari nákvæmnisíþrótt, en Sigurjón mun mæta sterkur til baka.

Sunday, April 29, 2012

Vormót GGT.

Síðasta föstudagskvöld héldu liðsmenn GGT vorfagnað sinn, efnt var til tveggja móta, 501 forgjafarmót þar sem sumir byrjuðu með 501, aðrir 401 og enn aðrir 301, og síðan var keppt í "TUDDANUM".
Alls mættu þrettán keppendur til leiks, gamalgrónnir tuddar, fyrrum tuddar og væntanlegir tuddar
Í forgjafarmótinu var hart barist en segja má að 501 karlarnir hafi staðið sig einna best m.a náði Jonni 180 stigum en Kjartan 301kall notaði fæstar pílurnar og Sjonni kom skammt þar á eftir.
Úrslit voru á þá leið að Gústi hafði sigur en hann lagði Jonna í úrslitaviðureignini, í leiknum um þriðja sætið börðust þeir Ívar bílstjóri og Halldór Ívar en hann er gamalkunnur tuddi og spilaði með liðinu á upphafsárum GGT í liðakeppni PFR, það er skemmst frá því að segja að Halldór náði að leggja Ívar og náði þar af leiðandi þriðja sætinu.
Að lokum var keppt í tuddanum og til stóð að nota forgjafarfyrirkomulag það líka en þegar á reyndi var ekki þörf á að nota forgjöf þar sem úrslit voru hrein og klár, sigurvegari í "TUDDANUM" í ár er leigubílstjórinn góðlegi Halldór Guðmunds eða Dóri eins og sumir kjósa að kalla hann í öðru sæti varð Gústi en hann var að spila manna best út kvöldið og stóð sig gríðarlega vel og þriðji varð síðan Jonni.

Kvöldið heppnaðist mjög vel hjá okkur tuddum en þó söknuðum við þeirra fjórmenninga Jobba, Palla, Kára og Bingós, þó er vitað að þeir hefðu gjarnan viljað vera með okkur og þeirra var saknað.

Thursday, April 26, 2012

Azam Khan


Az spilaði með okkur fyrstu mánuðina í vetur, hann þurfti síðan að fara af landi brott og var lítið á landinu það sem eftirlifði vetri, hann spilaði fimm kvöld með okkur og alla þá 25 leiki sem voru í boði.
Árangur hans má sjá hér.
301
sigrar  0  töp  5
501 tvímenningur
sigrar  1  töp  4
Krikket tvímenningur
sigrar  1 töp  4
501
sigrar  1 töp 4
801 fjórmenningur
sigrar  0  töp  5
QP´s  20
Hæsta innskot 118

Þess skal getið að lið GGT/Sjonna var oft fáliðað í upphafi móts og þurftu menn þá oft á tíðum að spila tvímenningsleikina einir.

Wednesday, April 25, 2012

Pílukastarar GGT í vetur.

Á næstu dögum mun ég setja inn skýrslur einstakra leikmanna eftir nýyfirstaðið pílutímabil.
17 leikmenn kepptu fyrir lið GGT í vetur, sumir voru bara eitt kvöld en aðrir misstu ekki úr kvöld, þeir sem spiluðu öll kvöldin í liðakeppni PFR hjá liðum GGT voru Jonni, Gústi; Toggi og Sigurjón.
Jobbi missti úr eitt kvöld og Palli mætti mjög vel, aðrir voru ýmist að koma eða fara, en segja má að mikill stöðugleiki hafi komist á lið GGT/Sjonna er þeir Kári, Haukur og Ívar Páls hófu að spila með liðinu, lið GGT fékk síðan frábæran liðsauka er Ívar bílstjóri gekk til liðs við okkar lið, eftir að hann kom til liðsins hefur liðið verið nánast ósigrandi.
 Segja má að stöðugleikin hafi jafnvel verið of góður þar sem liðið þurfti oftar en ekki að lána öðrum liðum sem ekki náðu að manna lið sitt leikmenn, sem er bara af hinu góða.
Vonir standa til að á næsta tímabili stilli GGT liðið upp þrem liðum í liðakeppni PFR, nokkrir pílukastarar hafa lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við okkar lið og það ber vott um að við séum að gera góða hluti.
Formaðurinn vonar að þeir Camson, Hemmi, Ási, Ingvar og Stebbi Wog fari að mæta því þeir búa allir yfir góðum eiginleikum til píluiðkunnar, Bingó er líklega kominn til að vera og með smá æfingu verður hann án nokkurs vafa verulega góður.
Síðan lumum við fleiri góðum pílurum en það bíður betri tíma að tilkynna það, verða GGT liðin kannski fjögur á komandi vetri ?

Monday, April 23, 2012

Flottir tuddar

Liðakeppni PFR í annari deild lauk í kvðld hjá liðum GGT, lið GGT/Sjonna sat hjá og það er ljóst að þeir lenda
í 5ta eða 6ta  sæti í mótinu en það fer eftir úrslitum úr frestaðri viðureign í deildinni, árangur sem má vel við una þó litlu mætti muna að liðið hefði náð 3ja sæti.
Lið GGT keppti í kvöld gegn liði ÍR-Gosum en lið ÍR-Gosa hefur á að skipa snoppufríðasta liði í deildarkeppni PFR en þó því skeggprúðasta, leikar fóru svo að lið GGT hafði sigur 12-3 og fara því ósigraðir í annari deild PFR , tólf leikir og tólf sigrar, aldeilis frábær árangur hjá góðu liði, Í kvðld saknaði lið GGT Ívars hins góða en það kom ekki að sök því Palli leyst hann af hólmi og gerði það mjög vel.

Síðan er bara að minna á vormót GGT næsta föstudag sem verður einskonar forgjafarmót þar sem alli eiga möguleika.
                                     Fullt af vinningum og flott keppni í vændum.

Monday, April 16, 2012

"Tuddamót" þann 27unda apríl.

Föstudaginn 27unda apríl verður tuddamót í húsnæði PFR.
Um verður að ræða einskonar forgjafarmót, spilaður verður 501 nema það verður á þann hátt að skipt verður í riðla og liðsmenn GGT byrja með 501 liðsmenn GGT/Sjonna 401 og þeir sem hafa ekki spilað með GGT liðunum undanfarin tvö ár og/eða eru nýliðar byrja með 301.

Verðlaun verða í boði og kostar þar að leiðandi 1000 kall að taka þátt, ef næg þátttaka næst verður boðið til keppni í A og B deild eftir riðlakeppni, því er um að gera að bjóða vinum og kunningjum með til að taka þátt í skemmtilegri keppni.

Sigur og tap hjá GGT liðunum í kvöld.

GGT/Sjonna liðið tapaði fyrir vaxandi liði Gaurana í kvöld, eftir ansi erfiða byrjun mátti Sjonnaliðið þola tap 10-5, liðið náði aðens að rétta úr kútnum í lokaleiknum sem þeir unnu sannfærandi að öðru leiti var fátt um fína drætti, Kári vann þó einmenningsleik og hann og Palli unnu einnig tvímenningsleik saman.
Þess skal gerið að Gaurarnir hafa nú unnið tvo leiki í röð og það er allt annar bragur á liðinu.

GGT liðið vann að venju öruggan sigur og nú á liði Smarties, tap í fyrsta leik í tvímenning og strögl í öðrum leik var þó eitthvað sem var hægt að hafa áhyggjur af en þó ekki lengi, því eftir það leyfði bara kafteininn andstæðingi sínum að sigra, þar hafði Þórdís betur en hún var að spila glimrandi vel í upphafi viðureignar.
Lokatölur í leiknum voru 13-2 fyrir GGT, vel gert liðsfélagar.

Tuesday, April 10, 2012

Nóg um að vera á næstunni.

Góðir hálsar.
Á næstunni verður í mörg horn að líta í pílunni.
núna á fimmtudaginn verður spilaður Skjöldurinn og Gullplattinn, um helgina verður Reykjavíkurmótið í pílu, á mánudaginn verður síðan liðakeppnin að venju GGT spilar gegn Smarties og GGT/Sjonni spilar gegn Gaurunum.
Að lokum er búið að panta salinn fyrir TUDDA kvöld föstudagskvöldið 27 apríl.
Það er um að gera að sýna lit í lokaslagnum og fjölmenna á þessi mót.

Sunday, April 8, 2012

Reykjavíkurmeistaramót !

Pílusetrinu Skúlagötu 26

Reykjavíkurmeistarmótið verður helgina 14. og 15.apríl(næstu helgi)
og byrjar einmenningurinn stundvíslega kl: 11 á laugardeginum.
Spilað verður í karla og kvennaflokki í einmenningi.
Skráningu lýkur kl 10:00
Mótið er eingöngu ætlað félagsmönnum PFR.
Keppnisgjald er 2000 kr .
Þeir sem eiga eftir að greiða félagsjaldið sem er 2000 kr
geta gengið frá greiðslu félagsgjalds á mótsstað.
Stjórn PFR hefur ákveðið að það þarf lágmark 4 keppendur
í hvorum flokki til að keppni verði haldin.

Stjórnin hefur ákveðið að hafa B mót í ár þannig að enginn dettur út úr riðlunum. Þannig vonumst við að fá sem flesta félagsmenn til að taka þátt í okkar aðalmóti. Reykjavíkurmeistaranum. Það eiga allir að spreyta sig og vera með í ár. Sýnum öll metnað og mætum í keppnisskapi.
Sigurvegari B mótsins fær titilinn Hverfismeistarinn.

Á sunnudeginum 15. april kl: 13 verður tvímenningurinn spilaður. Skráningu í tvímenninginn lýkur sama dag kl: 12:00 Keppnisgjaldið fyrir tvímenninginn er 3000 kr á parið.Tvímenningurinn verður blandað mót.Stjórn PFR hefur ákveðið að það þarf lágmark 4 lið til að keppni verði haldin
.Skráning í síma 898-8554 Björgvin eða 824-2929 Peta

Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í bæði einmenningi og tvímenningi , fyrir hæsta útskotið og fæstu pílurnar.Spilað verður 501.
Spilað verður best af 3 í riðlunum og best af 5 í útslætti.Undanúrslit best af 7 og úrslit best af 5 í 3 settum.Leikmenn fá 5 mínútna hlé á milli setta.Efstu menn á stigalista verða sítaðir inn í riðlana.Spilafyrirkomulag í B-keppninn verður kynnt á mótsdag.

Kveðja Stjórn PRF

Friday, April 6, 2012

Tuddapíla

Greinarhöfundur hefur lagt til að tuddakvöld verði haldið þann 27 apríl.
Spilaður verði stór riðill s.s. allir við alla og verður þá spilaður 501, ef allt gengur að óskur verður líka spilaður 301 og jafnvel líka 201.
Reynt verður að ná sem flestum til keppni sem hafa einhverntíman spilað fyrir pílulið GGT.
Einnig væri hægt að hafa einskonar forgjafarmót, sem gæti verið eitthvað á þessa leið, lið GGT hefji leik með 501, reyndustu menn í liði GGT/Sjonna hæfu leik með 401 og aðrir minna reyndir með 301.

Monday, April 2, 2012

Sigur í höfn...

Gríðalrgur fögnuður braust út er pílulið GGT náði síðum 8unda vinning grgn Gaurunum í kvöld, en þá var ljóst að lið GGT hefði unnið keppni í annari deild PFR, áhangendur liðsins gengu af göflunum afgölunum og ætlaði fögnuði aldei að linna.
Liðið hafði að lokum sigur gegn Gaurunum 13-2, aðeins Jónas og Jobbi lutu í gras í einmenningsleikjum kvöldsins.
Á meðan keppti hið vaska lið GGT/Sjonna gegn vösku liði Classic og máttu þola tap 11-4 eftir snarpa viðureign.
Þess skal getið að lið GGT keppti loksins í nýjum búningi liðsins og segja má að hann hafi verið happadrjúgur fyrir lið GGT og væntingar eru til að lið GGT/Sjonna muni spila betur í nýjum búningi.