Pílusetrinu Skúlagötu 26
Reykjavíkurmeistarmótið verður helgina 14. og 15.apríl(næstu helgi)
og byrjar einmenningurinn stundvíslega kl: 11 á laugardeginum.
Spilað verður í karla og kvennaflokki í einmenningi.
Skráningu lýkur kl 10:00
Mótið er eingöngu ætlað félagsmönnum PFR.
Keppnisgjald er 2000 kr .
Þeir sem eiga eftir að greiða félagsjaldið sem er 2000 kr
geta gengið frá greiðslu félagsgjalds á mótsstað.
Stjórn PFR hefur ákveðið að það þarf lágmark 4 keppendur
í hvorum flokki til að keppni verði haldin.
Stjórnin hefur ákveðið að hafa B mót í ár þannig að enginn dettur út úr riðlunum. Þannig vonumst við að fá sem flesta félagsmenn til að taka þátt í okkar aðalmóti. Reykjavíkurmeistaranum. Það eiga allir að spreyta sig og vera með í ár. Sýnum öll metnað og mætum í keppnisskapi.
Sigurvegari B mótsins fær titilinn Hverfismeistarinn.
Á sunnudeginum 15. april kl: 13 verður tvímenningurinn spilaður. Skráningu í tvímenninginn lýkur sama dag kl: 12:00 Keppnisgjaldið fyrir tvímenninginn er 3000 kr á parið.Tvímenningurinn verður blandað mót.Stjórn PFR hefur ákveðið að það þarf lágmark 4 lið til að keppni verði haldin.Skráning í síma 898-8554 Björgvin eða 824-2929 Peta
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í bæði einmenningi og tvímenningi , fyrir hæsta útskotið og fæstu pílurnar.Spilað verður 501.
Spilað verður best af 3 í riðlunum og best af 5 í útslætti.Undanúrslit best af 7 og úrslit best af 5 í 3 settum.Leikmenn fá 5 mínútna hlé á milli setta.Efstu menn á stigalista verða sítaðir inn í riðlana.Spilafyrirkomulag í B-keppninn verður kynnt á mótsdag.
Kveðja Stjórn PRF
No comments:
Post a Comment