Í kvöld fór fram platínumót PFR sem er eitt af þrem góðmálmamótum PFR, spilaður var tvímenningur þar sem dregið var saman eftir QP lista PFR, sextán keppendur mættu til leiks og áttu liðsmenn GGT sex af þeim og að auki einn tilvonandi, óhætt er að segja að sjaldan hafi stjarna "Tuddans" risið jafn hátt þar sem þeir áttu keppendur sem hirtu þrjú efstu sætin, fyrsta sætið féll í hlut Jonna "ofurtudda" en hans makker var Freddi Dartfellaws, annað sætið féll í hlut Togga "yfirtudda" en hann keppti með hinum skelegga Kristni Wium KRings og þriðju urðu síðan Jobbi "krútttuddi" og Bjarni V, þess skal getið að á eftir þeim kom landsliðsmaðurin Einar Möller og Óli.
Þeir liðsmenn GGT sem ekki komust í úrslitakeppnina en fengu þó að spila í B-keppni voru þeir Bingó, Gústi og Sigurjón, Bingó hreppti annað sætið í B-keppninni sem er vel að verki staðið af jafn miklun nýgræölingi sem hann er en hann spilaði með Bóbó Laugvetnigi, Gústi"góðlegi" tók þriðja sætið með tilvonandi GGT manni sem er Dóri taxmann, en eftir frábært gengi þerra á "TUDDAMÓTINU" var búist við meiru af þeim en það kemur bara síðar, síðastur en ekki sístur kom síðan Sigurjón"svakatuddi" hann endaði í fjórða sæti í B-keppninni en hann spilaði með hinni margreyndu og margföldum Íslandsmeistara Petu, en óhætt er að segja að þau hafi oftar en ekki leikið við lánleysi en það er eitthvað sem gerist oft í þessari nákvæmnisíþrótt, en Sigurjón mun mæta sterkur til baka.
No comments:
Post a Comment