Monday, April 23, 2012

Flottir tuddar

Liðakeppni PFR í annari deild lauk í kvðld hjá liðum GGT, lið GGT/Sjonna sat hjá og það er ljóst að þeir lenda
í 5ta eða 6ta  sæti í mótinu en það fer eftir úrslitum úr frestaðri viðureign í deildinni, árangur sem má vel við una þó litlu mætti muna að liðið hefði náð 3ja sæti.
Lið GGT keppti í kvöld gegn liði ÍR-Gosum en lið ÍR-Gosa hefur á að skipa snoppufríðasta liði í deildarkeppni PFR en þó því skeggprúðasta, leikar fóru svo að lið GGT hafði sigur 12-3 og fara því ósigraðir í annari deild PFR , tólf leikir og tólf sigrar, aldeilis frábær árangur hjá góðu liði, Í kvðld saknaði lið GGT Ívars hins góða en það kom ekki að sök því Palli leyst hann af hólmi og gerði það mjög vel.

Síðan er bara að minna á vormót GGT næsta föstudag sem verður einskonar forgjafarmót þar sem alli eiga möguleika.
                                     Fullt af vinningum og flott keppni í vændum.

No comments:

Post a Comment