GGT/Sjonna liðið tapaði fyrir vaxandi liði Gaurana í kvöld, eftir ansi erfiða byrjun mátti Sjonnaliðið þola tap 10-5, liðið náði aðens að rétta úr kútnum í lokaleiknum sem þeir unnu sannfærandi að öðru leiti var fátt um fína drætti, Kári vann þó einmenningsleik og hann og Palli unnu einnig tvímenningsleik saman.
Þess skal gerið að Gaurarnir hafa nú unnið tvo leiki í röð og það er allt annar bragur á liðinu.
GGT liðið vann að venju öruggan sigur og nú á liði Smarties, tap í fyrsta leik í tvímenning og strögl í öðrum leik var þó eitthvað sem var hægt að hafa áhyggjur af en þó ekki lengi, því eftir það leyfði bara kafteininn andstæðingi sínum að sigra, þar hafði Þórdís betur en hún var að spila glimrandi vel í upphafi viðureignar.
Lokatölur í leiknum voru 13-2 fyrir GGT, vel gert liðsfélagar.
No comments:
Post a Comment