Á næstu dögum mun ég setja inn skýrslur einstakra leikmanna eftir nýyfirstaðið pílutímabil.
17 leikmenn kepptu fyrir lið GGT í vetur, sumir voru bara eitt kvöld en aðrir misstu ekki úr kvöld, þeir sem spiluðu öll kvöldin í liðakeppni PFR hjá liðum GGT voru Jonni, Gústi; Toggi og Sigurjón.
Jobbi missti úr eitt kvöld og Palli mætti mjög vel, aðrir voru ýmist að koma eða fara, en segja má að mikill stöðugleiki hafi komist á lið GGT/Sjonna er þeir Kári, Haukur og Ívar Páls hófu að spila með liðinu, lið GGT fékk síðan frábæran liðsauka er Ívar bílstjóri gekk til liðs við okkar lið, eftir að hann kom til liðsins hefur liðið verið nánast ósigrandi.
Segja má að stöðugleikin hafi jafnvel verið of góður þar sem liðið þurfti oftar en ekki að lána öðrum liðum sem ekki náðu að manna lið sitt leikmenn, sem er bara af hinu góða.
Vonir standa til að á næsta tímabili stilli GGT liðið upp þrem liðum í liðakeppni PFR, nokkrir pílukastarar hafa lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við okkar lið og það ber vott um að við séum að gera góða hluti.
Formaðurinn vonar að þeir Camson, Hemmi, Ási, Ingvar og Stebbi Wog fari að mæta því þeir búa allir yfir góðum eiginleikum til píluiðkunnar, Bingó er líklega kominn til að vera og með smá æfingu verður hann án nokkurs vafa verulega góður.
Síðan lumum við fleiri góðum pílurum en það bíður betri tíma að tilkynna það, verða GGT liðin kannski fjögur á komandi vetri ?
No comments:
Post a Comment