Síðasta föstudagskvöld héldu liðsmenn GGT vorfagnað sinn, efnt var til tveggja móta, 501 forgjafarmót þar sem sumir byrjuðu með 501, aðrir 401 og enn aðrir 301, og síðan var keppt í "TUDDANUM".
Alls mættu þrettán keppendur til leiks, gamalgrónnir tuddar, fyrrum tuddar og væntanlegir tuddar
Í forgjafarmótinu var hart barist en segja má að 501 karlarnir hafi staðið sig einna best m.a náði Jonni 180 stigum en Kjartan 301kall notaði fæstar pílurnar og Sjonni kom skammt þar á eftir.
Úrslit voru á þá leið að Gústi hafði sigur en hann lagði Jonna í úrslitaviðureignini, í leiknum um þriðja sætið börðust þeir Ívar bílstjóri og Halldór Ívar en hann er gamalkunnur tuddi og spilaði með liðinu á upphafsárum GGT í liðakeppni PFR, það er skemmst frá því að segja að Halldór náði að leggja Ívar og náði þar af leiðandi þriðja sætinu.
Að lokum var keppt í tuddanum og til stóð að nota forgjafarfyrirkomulag það líka en þegar á reyndi var ekki þörf á að nota forgjöf þar sem úrslit voru hrein og klár, sigurvegari í "TUDDANUM" í ár er leigubílstjórinn góðlegi Halldór Guðmunds eða Dóri eins og sumir kjósa að kalla hann í öðru sæti varð Gústi en hann var að spila manna best út kvöldið og stóð sig gríðarlega vel og þriðji varð síðan Jonni.
Kvöldið heppnaðist mjög vel hjá okkur tuddum en þó söknuðum við þeirra fjórmenninga Jobba, Palla, Kára og Bingós, þó er vitað að þeir hefðu gjarnan viljað vera með okkur og þeirra var saknað.
No comments:
Post a Comment